ég þurfti að fara á klósettið þegar um þrjár mínútur voru eftir og þá var staðan 1-0. Þegar ég kom til baka var staðan 2-1

28.Júní'08 | 06:23

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Á vefnum fótbolti.net í gær birtist viðtal við Pál Magnússon, útvarpsstjóra. Palli er mikill fótboltaáhugamaður og svaraði hann nokkrum fótboltatengdum spurningum þeirra fótbolta.net manna.

Hvernig var fótboltaferillinn þinn? Hann var ekki eins og ég hefði viljað hafa hann. Ég byrjaði að æfa með ÍBV þar sem ég bjó í Vestmannaeyjum og spilaði með þeim upp í annan flokk. Það voru tvö félög sem saman mynduðu ÍBV, Þór og Týr og ég var í Þór. Það gekk mjög vel á þessum árum, við urðum Íslandsmeistarar í þriðja flokki og Íslands og bikarmeistarar í öðrum flokki.

Síðan fór ég í skóla í Reykjavík og þá sömdu þeir hjá ÍBV við Breiðablik um það að ég æfði með þeim um veturinn. Mér fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt, félagsskapurinn var annar og ég hefði ekki eins gaman að þessu, það komu önnur áhugamál og það var eiginlega endirinn á fótboltaferlinum áður en alvöru ferillinn hefði kannski átt að byrja.

Í hvaða stöðu lékst þú? Ég var tengiliður. Algengasta leikaðferðin var 4-2-4, þett er í öðruvísi í dag. Lengst af í þessum yngri flokkum, í þriðja og öðrum flokki vorum við saman á miðjunni ég og Ásgeir Sigurvinsson, þetta var skemmtilegur tími.

Fylgist þú mikið með boltanum í dag?
Ég fylgist mjög vel með. ÍBV er ennþá mitt lið og ég sé langflesta leiki með þeim. Ég fer á alla leiki sem eru á Reykjavíkursvæðinu og ég fer nokkrum sinnum á sumri til Vestmannaeyja til að sjá heimaleikina og hef gert það tvisvar í sumar. Ég fór á Ólafsvík um daginn og fylgist mikið með þessu. Ég hef gaman að þessu, það eru sterk bönd sem binda mann við ÍBV og ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með þeim. Ég fer líka stundum á leiki annarra liða með vinum mínum.

Ég treysti því að ÍBV komist aftur upp. Þetta hefur gengið rosalega vel, þeir voru búnir að spila 17-18 leiki taplausir og vinna alla leiki í deild og bikar þangað til á sunnudaginn, þá töpuðu þeir á móti Haukum. Ég vona að undantekningin sanni regluna og við vinnum það sem eftir er.

Fylgist þú mikið með boltanum erlendis?
Já ég geri það. Ég hef alltaf haldið með Chelsea í enska boltanum alveg frá því að þessar gömlu hetjur voru þarna, Peter Osgood og þeir allir. Það hefur aðeins dofnað yfir hrifningu minni af Chelsea og þessum fyrirbærum sem ensku liðin eru orðin, þetta er allt komið í eigu útlendra auðkýfinga, rússneska, ameríska og tælenska. Mér finnst ekki alveg jafn sjarmerandi að halda með þessum liðum núna eins og það var í gamla daga þegar að þetta var öðruvísi, þetta voru raunveruleg íþróttafélög en ekki fyrirtæki.

Hefur þú oft farið á völlinn erlendis?
Ég hef farið talsvert á völlinn erlendis. Ég hef farið oft á Meistaradeildarleiki og ég hef farið á talsvert marga Chelsealeiki. Ég hef þrisvar séð úrslitaleiki í Meistaradeildinni og þar á meðal var ég á frægum leik Manchester United og Bayern Munchen þar sem úrslitin snerust við á síðustu tveimur mínútunum. Barcelona er eiginlega mitt lið á heimsvísu og ég hef farið fjórum eða fimm sinnum í pílagrímsferðir á Camp Nou og oft farið með strákinn minn.

Átt þú einhverja skemmtilega sögu tengda fótbolta? Það gerðist margt skemmtileg og skrýtið í fótboltanum sjálfum. Það er dálítið kaldhæðnislegt, af því að ég talaði um leik Manchester United og Bayern Munchen áðan að ég þurfti að fara á klósettið þegar um þrjár mínútur voru eftir og þá var staðan 1-0. Þegar ég kom til baka var staðan 2-1, ég missti sem sagt af báðum mörkunum. Ég var búinn að ferðast um hálfan hnöttinn til að sjá þennan leik. Þetta er frægur leikur fyrir mörkin tvö sem komu á lokamínútunum og ég missti af þeim báðum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).