Tileinkar Eyjamönnum mörkin

27.Júní'08 | 08:03

Margrét Lára

„Ég ætlaði mér að skora mark númer 43 og ná þrennunni, ég viðurkenni það," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir glaðbeitt. Það sást langar leiðir að hana hungraði í þrennuna en hún hefur nú skorað 42 mörk í 43 leikjum. „En ég kvarta ekki yfir þessum tveimur mörkum," sagði Margrét.

Hún bíður nú spennt eftir leiknum gegn Frökkum líkt og allt liðið en hún varar við því að Frakkarnir séu með frábært lið. Hvað sem því líður sé íslenska liðið til alls líklegt. „Við erum bara með þrusugott lið ef ég á að vera alveg hreinskilin. Allir leikmenn þurfa að spila góða vörn og við eigum erfiðan leik fyrir höndum. Við erum hrikalega gráðugar í að komast á EM og það er að fleyta okkur langt," sagði Margrét, sem fagnaði mörkum sínum á all sérstakan hátt.

„Þetta er að sleppa lundapysju. Ég gerði þetta til heiðurs Vestmannaeyingum. Þeir styðja alltaf vel við bakið á mér og þetta var smá þakklætisvottur til þeirra og ég tileinka þeim mörkin," sagði Eyjahnátan Margrét Lára.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.