Flautað til leiks á Shellmótinu

26.Júní'08 | 05:50

Shellmót

Eitt fjölmennasta knattspyrnumót ársins verður flautað á þegar Shellmótið verður sett á Týsvellinum í Vestmannaeyjum í dag. Mótið, sem er það 18. í röðinni, fer nú fram í fyrsta sinn á þremur dögum, í stað fjögurra áður og lýkur því næstkomandi laugardag. Meðal dómara mótsins er Mike Riley, afar þekktur dómari í ensku úrvalsdeildinni og víðar.

Eitt fjölmennasta Shellmótið til þessa
Shellmótið er fyrir 6. flokk karla og eru alls 80 lið skráð til leiks að þessu sinni. Keppendur verða því um eitt þúsund talsins, en að fararstjórum, þjálfurum og forráðamönnum meðtöldum er gert ráð fyrir að samtals 2500 til 3000 manns komi saman í Eyjum vegna mótsins dagana 26. til 28. júní nk. Þetta er mun betri aðsókn en gert var ráð fyrir og er mótið því eitt það fjölmennasta frá upphafi. Talið er að þessa frábæru aðsókn megi m.a. rekja til þess að mótið er deginum styttra og lýkur nú laugardegi en ekki á sunnudegi eins og áður. Skeljungur hefur styrkt mótið frá árinu 1991, en upphaf þess má rekja allt aftur til ársins 1984 þegar Tommamótinu svonefnda var hleypt af stokkunum.

Sneisafull dagskrá
Hvert lið má gera ráð fyrir að leika um tíu leiki á mótinu og þótt lífið snúist fyrst og fremst um fótbolta þessa þrjá keppnisdaga, verður margt fleira til gamans gert. Á fimmtudagskvöldinu ganga keppendur fylktu liði frá gamla barnaskólanum inn á Týsvöllinn í setningarathöfn mótsins, sem lýkur með flugeldasýningu. Þá kemur leikhópurinn Galdrakarlinn í Oz fram ásamt töframanni á kvöldvöku á föstudeginum, auk þess sem brugðið verður á leik í hamborgaraátskeppninni og öðrum vinsælum leikjum. Og á lokahófi mótsins verður boðið í allsherjar grillveislu um kvöldið, auk þess sem verðlaun og aðrar viðurkenningar verða veittar, en allir keppendur fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna og ganga kveðjuhring á Hásteinsvelli.
       

Beint úr ensku úrvalsdeildinni
Af öðrum dagskrárliðum má nefna að valið verður í lands- og pressulið Shellmótsins. Þjálfarar tilnefnanefna einn leikmann úr sínu félagi í landsliðið og pressuliðið. Drengirnir klæðast síðan landsliðs og varaliðstreyjum Landsliðsins. Drengirnir fá að eiga búningana eftir leik. Þá verður Shellmótsliðið 2008 valið á lokahófinu í samstarfi mótsnefndar og dómara. Gestadómarar að þessu sinni eru þeir Mike Riley, Gylfi Orrason, Pétur Sigurðsson og Egill M. Markúrsson. Gylfi og Egill lögðu báðir flautuna á hilluna á síðasta ári eftir farsælan feril. Riley er á hinn bóginn enn starfandi sem knattspyrnudómari og afar þekktur sem slíkur. Segja má að hann komi á Shellmótið beint úr ensku úrvalsdeildinni, þar sem hann hefur dæmt við góðan orðstír í meira en áratug. Þá hefur þessi 43 ára gamli dómari dæmt í landsleikjum um árabil, auk þess að dæma í úrslitaleik enska bikarsins og á EM 2004. Shellmótinu lýkur svo á laugardagskvöldið með lokahófi.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.