Sjávarúrgangur látinn úldna í kerum fyrir utan fiskvinnslufyrirtæki í Eyjum

25.Júní'08 | 07:34

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

„Við höfum náð góðum árangri í því að nota úrganginn til áburðargerðar og bera á tún," segir Hallgrímur Rögnvaldsson, framleiðslustjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Eyjaberg í Vestmannaeyjum.

Heilbrigðiseftirliti Suðurlands hefur borist ábending um lélega umgengni og geymslu á úrgangi
við fiskvinnslufyrirtæki í Eyjum, staðfestir Elsa Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri. Farið hefur  verið fram á úrbætur hið fyrsta.

Hallgrímur viðurkennir að lyktin sem leggur af úrganginum sé ekki góð og sérstaklega ekki nú þegar sólin skín upp á hvern dag. „Við erum að finna betri leiðir til geymslu og höfum þegar fengið til okkar tanka til að taka við úrganginum," segir Hallgrímur.

Nágrannar hafa gert athugasemdir vegna sjávarúrgangsins en að sögn Hallgríms hafa þó hvorki skapast vandamál né mikið ónæði verið vegna þess.
„Úrgangur er hluti fiskvinnslunnar og við höfum ekki mörg úrræði til þess að koma honum í lóg," segir Hallgrímur. „Við megum ekki sturta honum fram af hömrunum í sjóinn en grasspretta hefur verið góð þegar við höfum borið hann á túnin."

Fréttablaðið greindi frá

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is