Að sigla með Herjólfi í blíðu er upplifun!

25.Júní'08 | 07:19

HannaBirna

Kom heim með Herjólfi mínum í veðurblíðu.Var að koma heim frá Kirkjubæjarklaustri sem er frábær staður.  Fór frá Þorlákshöfn kl 12. Að fá bent í æð undrun samferðafólks sem var sambland af erlendu ferðafólki og innlendu, á leið á Shellmótið fræga.

 Þegar Eyjarnar fögru birtust,,,, súpu sumir hveljur"hvílík fegurð" Sjáið bergið, fuglanna, sjórinn baðar sig í geislum sólarinnar og var himin blár á að líta ,  þvílíkt var ég stolt að sigla inn  með mínum Herjólfi,  inn í þetta ævintýraland sem Vestmannaeyjar eru og ég fékk svo sannarlega staðfestingu á því að önnur eins innsigling er ekki í boði. Bærinn kúrir á milli klettanna, þegar bærinn kom í ljós "heyrðist kliður í ferðafélögum" ekki veit ég á hverju þeir áttu von, en þegar bærinn okkar kom í ljós á milli klettanna var bara" Fallegt, yndislegt, frábært. Og ég tek undir það allt. Eyjan okkar  er gersemi sem ekki má fara í hundskjaft fjármálajöfranna.  "Inn milli klettanna þar á ég heima"

http://hbj.blog.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.