Jónsmessan í Stafkirkjunni

24.Júní'08 | 11:06

Stafkirkjan

Það eru ekki allir með það á hreinu af hverju við tölum um Jónsmessu og hver hann var þessi Jón. Til að minnast þess verður haldin helgistund í Stafkirkjunni á Heimaey á Jónsmessunni, í dag kl. 18. Védís Guðmundsdóttir og Árni Óli Ólafsson annast tónlistarflutninginn.

Védís mun syngja tvo nýja sálma og verður það frumflutningur sálmanna í Vestmannaeyjum. Annar er eftir Hjört Pálsson við lag eftir Ragnhildi Gísladóttur, listakonu, en hinn er eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur við lag eftir Pétur Þór Benediktsson.

Jónsmessa hefur lengi verið í dagatalinu okkar af því að þá minnumst við fæðingar Jóhannesar skírara. Jóhannes, Jóhann og Jón eru nánast sama nafnið með ólíkum rithætti eftir þýðingum. Jóhannes var frændi Jesú frá Nazaret og fæddist hálfu ári á undan honum enda kom hann fram til að boða upphafið að starfstíma Jesú. Boðskapur Jóhannesar er mjög róttækur og kallar hann eftir iðrun og yfirbót fólksins, enda skynjar hann manna best að guðsríkið er í nánd.

Til gamans má geta þess að ekki eiga aðrir messudag á fæðingardegi sínum. Dauða Jóhannesar minnumst við á höfuðdag sem dregur nafn sitt af því með hvaða hætti hann dó. Margt er líka líkt með ýmsum atvikum í sambandi við fæðingu þeirra og nægir að nefna boðskap englanna sem boðuðu fæðingu þeirra og sögðu fyrir um nöfn þeirra beggja. Á vefnum tru.is er að finna pistil sr. Kristjáns Björnssonar um iðrun og endurskoðun á lífsmati okkar í ljósi þess sem Jóhannes skírari boðaði.

Sr. Kristján, sem er formaður Stafkirkjunnar, mun einnig þjóna fyrir altari og flytja hugleiðingu um gildi Jónsmessunnar á líðandi stund og minnast Jóhannesar skírara. Stafkirkjan nýtur sérstöðu meðal kirkna í landinu, en hún heyrir undir forsætisráðuneytið. Hún er kirkja allrar þjóðarinnar og í eigu íslenska ríkisins þar sem Norska Stórþingið gaf Íslendingum öllum þessa höfðinglegu gjöf í tilefni þess að þá voru liðin þúsund ár frá þeirri ákvörðun Alþingis að lögfesta kristni í landinu.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.