Ein eignaspjöll tilkynnt til lögreglu

24.Júní'08 | 08:45

Lögreglan,

Síðasta vika var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarlega atvik sem komu inn á borð lögreglu.  Að vanda hafði lögreglan í ýmsu að snúast við að aðstoða borgarana í vikunni m.a. þurftu nokkrir leiðsögn heim sökum ölvunar.

Ein eignaspjöll var tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða skemmdir á bifreið sem stóð bak við Kaffi María sem og skemmdir á vinnulyftu sem stóð við húsið.  Talið er að skemmdirnar hafi verið unnar aðfaranótt 22. júní sl. Ekki er vitað hver þarna var að verki en lögreglan biður þá sem einhverja vitneskju hafa um hver þarna var á ferið, að hafa samband.

Föstudaginn 20. júní sl. höfðu starfsmenn Fiskistofu samband við lögreglu og óskaði eftir aðstoð vegna gruns um að verið væri að landa afla framhjá vigt.  Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í einu kari var um 250 kg. af humri, en ofan á humarinn hafði verið settur skötuselur. Við nánari leit í veiðafærahúsi útgerðarinnar fannst um 250 til 300 kg. af humri sem landað hafði verið framhjá vigt.  Skipstjóri bátsins viðurkenndi brot sitt og mun mál hans fara hefðbundna leið í réttarkerfinu.

Af umferðarmálum er það helst að frétta að þrír ökumenn fengu sekt fyrir að hafa ekki öryggisbeltið spennt við akstur.  Einn árekstur var tilkynntur lögreglu í vikunni en um var að ræða minniháttar óhapp og engin slys á fólki.

Rétt er að benda ökumönnum á að í lok vikunnar og um næstu helgi fer fram Shell-mótið í knattspyrnu og mun því gangandi vegfarendum fjölga töluvert á götum bæjarins.  Eru ökumenn í tilefni af því hvattir til aðgæslu og þá sérstaklega í kringum knattspyrnuvellina og Höllina en þar mun mesta umferðin verða.  Rétt er að benda á að á meðan á mótinu stendur verða hraðatakmarkanir á Hamarsvegi, 30 km/klst. og eru ökumenn beðnir um að virða þær.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.