Lítið af síld

21.Júní'08 | 06:56

Tobbi

Hér frá okkur er allt ágætt að frétta. Við erum enn hér við Jan Mayen en það er frekar léleg veiði þessa stundina. Við erum búnir að taka þrjú höl hérna og erum á því fjórða nú. Eftir þessi þrjú höl höfum við uppskorið rúm 250 tonn og er búið að flaka og frysta þann afla og er engin vinnsla í gangi eins og er. Við fengum þessa síld suð-austur af eynni en erum búnir að færa okkur norður fyrir eynna og erum að reyna fyrir okkur norð-vestur af eynni eins og er. Við erum ekki langt frá landi og það sést vel í land.

Það er talsvert fuglalíf hér allt í kring og eitthvað líf virðist vera í sjónum líka þó svo að það sé ekki allt saman síld og eiginlega er hún í minnihluta. Við höfum orðir varir við loðnu hérna og er hún stór og væn, og alveg spurning að benda þeim hjá Hafró að loðnan sem þeir voru að leita af sé fundin og þeim sé alveg óhætt að gefa út kvóta.

  Hákon EA er hérna með okkur líka og er hann eina skipið á þessum slóðum. Menn sjá sér ekki fært að sigla svona langt í norður við núverandi olíuverð. Það er alveg spurning hvort áhöfnin eigi ekki að auka við sinn hlut í olíukostnaðinum svo að SVNherji geti sent skipin sín af stað.

  Kap VE og Sighvatur Bjarnason VE eru farin til veiða og eru sennilega einhvers staðar mikið sunnar en við. Auk þeirra veit ég að Ásgrímur og Jóna Eðvalds SF eru farin til veiða. Ég hleraði það að þeir væru suð-austur af Vík í Mýrdal og hefðu orðið varir við eitthvað lóð sem þeir telja vera makríl. Hvort þeir hafi kastað trolli á þetta veit ég ekki en kemur örugglega í ljós.

  Nú vonar maður bara að Robbi ná að snara nokkur hundruð tonnum í trollið svo að það verði bullandi vinnsla þegar ég mæti á næstu vakt.

www.123.is/tobbivilla

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%