Fjölnir fór létt með KFS

20.Júní'08 | 06:21

KFS

Fjölnir tók á móti spræku liði KFS úr Vestmannaeyjum á Fjölnisvelli í kvöld. Leikurinn byrjaði rólega og aðeins eitt mark kom í fyrri hálfleik, það var á 20. mínútu og þar var að verki Ólafur Páll Jonhson með skoti utan teigs.

Lítið markvert gerðist svo fram að hálfleik en Fjölnismenn sóttu meira og ekkert afgerandi færi kom. Þó má helst telja til þegar Tómas Leifsson átti flottan skalla að marki KFS en boltinn fór yfir markið . Lítið var um tafir og slíkt var í leiknum og dómarinn flautaði til hálfleiks eftir aðeins 19 sekúndna uppbótartíma.

Í seinni hálfleik byrjuðu báðir aðilar þokkalega þó Fjölnismenn hafi verið mun sterkari aðilinn. Annað mark Fjölnismanna og fyrsta markið í seinni hálfleik kom á 56. mínútu. Eftir klafs í teig skoraði Pétur Georg Markan örugglega eftir að hafa spólað sig í gegnum vörn KFS.

Á 71. mínútu kom svo þriðja mark Fjölnismanna. Ólafur Páll Snorrason, sem hafði komið inná í seinni hálfleik fyrir Andra Val Ívarsson, átti þá góða fyrirgjöf fyrir markið þar sem Tómas Leifsson skallaði boltann örugglega í marki og því staðan orðin 3-0 fyrir heimamenn.

Þremur mínútum síðar var Tómas Leifsson aftur á ferðinni og átti gott skot utan úr teig sem ágætur markvörður KFS varði ekki og því staðan orðin 4-0.

Fimmta mark leiksins leit dagsins ljós á 86. mínútu. Þá átti Ásgeir Aron Ásgeirsson ágætis samleik og skoraði innan úr teig. 89. mínútu fékk Ólafur Páll Snorrason fyrirgjöf og átti ekki miklum erfiðleikum með það að skalla boltann í markið og var það jafnframt síðasta mark leiksins og því lokatölur 6-0 Fjölnismönnum í vil. Ólafur Páll Snorrason sem kom inná í seinni hálfleik, átti mjög góðan leik.

Bæði lið sóttu fastar í seinni hálfleik en engin afgerandi hætta var hjá KFS fyrr en rétt fyrir leikslok er Sigurður Ingi Vilhjálmsson átti gott skot þar sem Hrafn Davíðsson varði í horn. Stuttu síðar kom annað skot en Hrafn greip boltann. Fleiri góð færi átti KFS ekki.

Gamli varnarhundurinn Hlynur Stefánsson var í byrjunarliði KFS en var skipt af velli í hálfleik og í hans stað kom Michael Lose Antonio Brown.

Dræm mæting var á Fjölsnisvöll þrátt fyrir góðar aðstæður og gott veður og eflaust hefur Evrópumót landsliða haft sín áhrif á mætinguna.

Ummæli eftir leik:

Tómas Leifsson leikmaður Fjölnis:
,,Þetta er mjög gott. Það var reyndar 1-0 í hálfleik en við vorum samt alltaf betri. Síðan kom annað markið og þá rúlluðum við yfir þá."

,,Þetta gekk nokkuð vel, liðið spilaði nokkuð vel og ég fékk nú góða hjálp við þessi mörk þannig að ég verð að gefa þeim smá credit af þessu."

,,Þar sem ég er Hafnfirðingur þá væri fínt að lenda á móti Haukum eða FH í næstu umferð. Það er alltaf gaman að spila á móti FH."

Hjalti Kristjánsson þjálfari KFS:
,,Ég átta mig ekki alveg á því hvað gerðist í restina því menn voru ekki sprungnir, það var ekki málið.

,,Ég var með Hlyn Stefáns á miðjunni í fyrri hálfleik og það gekk mjög vel, leikurinn var í þokkalegu jafnvægi þó þeir voru með boltann. Kallinn varð að fara út af í hálfleik og þetta varð allt svolítið erfiðara eftir það."

..Mér fannst skipulagið á liðinu ágætt og ég er hálfgáttaður á því hvernig við fórum að því að tapa 6-0. Fjölnismenn eru hins vegar gríðarlega fljótir og það er mjög erfitt að eiga við þá köntunum."

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.