Rúmenía

19.Júní'08 | 07:54

Ragnar Raggi

Ég lagði nú af stað frá Istanbul um kvöldið og var nú ekki með neinn mat eða neitt og ég hélt nú að þetta myndi ekki taka rosalega langan tíma en þetta endaði í 22 tímum og þá var nú ekkert rosalega sniðugt að vera matarlaus en þeir á landamærunum vissu nú ekki bara hvað Ísland var,

þeir hættu að vinna til að skoða vegabréfið mitt og ég þurfti að sýna þeim á korti að Ísland væri land og að Vestmannaeyjar væri í alvöru staður. Þetta tók nú svolítinn tíma en ég hló nú bara að þessu, ég þurfti að hjálpa þeim að segja nafnið mitt... þetta var nú bara fyndið ;) Svo kom ég inní Bukarest sem er skíta staður og ég var ekki að fíla hann mikið, ég gisti aðeins eina nótt þar og drullaði mér svo í burtu. Allir sem ég hafði hitt sem höfðu farið til Bukarest sögðu við mig: " hafðu eina hendi á veskinu og hina á vegabréfinu og drullaðu þér þaðan í burtu " og ég gerði það, kom mér á flottan stað hér í Transavia sem heitir Brasov og er bara mjög flottur staður, lítill bær og vinalegt. Ég er búinn að skoða bæinn hérna, labba uppá eitt fjallið þars sem var rosalega flott útsýni, sá yfir allt... tók mig smá tíma en þetta hófst allt á endanum, ég er nú einu sinni frá eyjum ;) En ég er að fara í næturlest til Budapest og verð kominn þangað í fyrramálið sem ætti að vera bara flott. Ég skrifa meira þegar ég kem til Budapest... sjáum hvort þeir verða erfiðir á landamærunum, allt kemur þetta í ljós ;)

Kveðja Ragnar og bakpokinn

http://www.123.is/ragnarogbakpokinn/

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.