Brim og boðaföll frumflutt í morgun á FM 957

19.Júní'08 | 09:01
Rétt í þessu var þjóðhátíðarlagið 2008 frumflutt á útvarpsstöðinni FM 957 og er það Hreimur Örn Heimisson sem semur lag.

Hreimur er ekki ókunnugur því að semja þjóðhátíðarlög en hann samdi m.a. þjóðhátíðarlagið Lífið er yndislegt árið 2001. Í viðtali við Hreim á FM 957 kom m.a. fram að lagið Lífið er yndislegt var til í eyjum þegar markaðsstjóri Coke sagði við Hreim að hann yrði að semja þjóðhátíðarlag um að lífið væri yndislegt. Hreimur sendi m.a. lagið til Þorvaldar Bjarna og kom þetta lag m.a til greina á sólóplötu Selmu Björnsdóttur.

Um þetta nýja lag, Brim og boðaföll sagði Hreimur að lagið væri einfalt og þægilegt. Brim og boðaföll samdi Hreimur rétt fyrir síðustu Jól og strákarnir í Land og sonum sömdu saman textann við lagið með það að markmiði að hafa hann þægilegan til að syngja í brekkunni í Dalnum. Hljómsveitin Land og Synir flytja lagið en þeir félagar eru að byrja að spila aftur og verða að sjálfsögðu á þjóðhátiðinni í ár.

Hægt er að hlusta á lagið hér:

 

Brim og Boðaföll

Am-F-C-G
Am-F-C-G

Am                   F
Sól, lýstu mína leið,
                          C                         G
svo logi sundin blá, á leiðinni til þín.
Am                           F
Nótt, leiðin verður greið
                          C                                           G
Mér liggur lífið á, því ég verð senn á leiðarenda.


F             C        G
Kominn þessa leið,
                  F          C        G
Einfaldlega til að segja þér,
                     F            C        G
Án þín er ég bjargarlaus í neyð,
                         F        C         G
En ekki þegar þú ert hér hjá mér.

Am                                 F
Fyrst, er augum á þig leit,
                               C                                        G
þá innra með mér fann, að eitthvað snerti mig.
Am                                F
Þá, og eins vel nú ég veit,
                           C                                         G
að brim og boðaföll, gætu ekki stöðvað okkur.

F             C        G
Kominn þessa leið,
                  F          C        G
Einfaldlega til að segja þér,
                     F            C        G
Án þín er ég bjargarlaus í neyð,
                         F        C         G
En ekki þegar þú ert hér hjá mér.


Dm                     Am                             Dm
Nú, nóttin læðist inn, og breiðir út sinn faðm,
                           Am       G           F
Þú brosir til mín eins og í fyrsta sinn,
                    C                        G
lífið byrjar hér, inn í Herjólfsdal


F             C        G
Kominn þessa leið,
                  F          C        G
Einfaldlega til að segja þér,
                     F            C        G
Án þín er ég bjargarlaus í neyð,
                         F        C         G
En ekki þegar þú ert hér hjá mér.

 

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).