ÍBV áfram í 16. liða úrslit VISA bikarsins

18.Júní'08 | 21:42

Arnór ÍBV fótbolti

Nú rétt í þessu mættust lið ÍBV og Leiknis á Hásteinsvelli í 32. liða úrslitum VISA bikarsins, en þetta er í annað sinn sem þessi lið mætast á rétt rúmum mánuði.

Það var ljóst strax í byrjun leiks að ÍBV ætlaði sér áfram í bikarnum og réðu þeir lögum og lofum á vellinum framan af. Allt annað var að sjá til liðsins frá því í síðasta leik og greinilegt að menn höfðu fengið að heyra það frá Heimi þjálfara. Það var svo á 19 mínútu sem það dró til tíðinda en þá skoraði Bjarni Rúnar Einarsson skemmtilegt mark, en hann átti skot að marki sem breytti um stefnu á varnarmanni Leiknis sem setti markvörð þeirra úr jafnvægi og inn fór boltinn, 1 - 0. Aðeins um hálfri mínútu síðar fékk Ingi Rafn Ingibergsson sendingu inn fyrir vörn Leiknismanna og átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að koma boltanum í netið framhjá markverði Leiknismanna, enda vörnin sofandi á verðinum. Eftir þessi tvö mörk slökuðu Eyjamenn svolítið á en misstu þó ekki einbeitinguna og leiddu í leikhléi 2 - 0.

Seinni hálfleikur var heldur tíðindaminni en sá fyrri, Eyjamenn áttu þó nokkur færi en voru duglegir að klúðra þeim. Við þetta styrktust Leiknismenn sem voru án vafa sterkari aðilinn í seinni hluta síðari hálfleiks. Þeir áttu fjölmörg færi en eins og Eyjamenn kláruðu þau ekki og varð niðustaðan 2 - 0 sigur Eyjamanna og ÍBV því komið áfram í 16. liða úrslitin. Atli Heimisson fór meiddur útaf um miðjan síðari hálfleik eftir hrottalega tæklingu frá varnarmanni sem fór framhjá dómara leiksins og óvíst hvort hann muni spila næsta leik. Síðari átta leikirnir í bikarnum verða svo spilaðir á morgun og ætti því að verða ljóst hvaða andstæðinga ÍBV fær í 16. liða úrslitum eftir þá leiki.

ÍBV
Byrjunarlið: Albert Sævarsson, Andri Ólafsson, Matt Garner, Arnór Eyvar Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Augustine Nsumba, Italo Jorge, Pétur Runólfsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Atli Heimisson.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.