21 nemandi er skráður í Vestmannaeyjum

18.Júní'08 | 12:35

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í lok ágúst verður haldið árgangsmót hjá þeim sem eru fæddur á því herrans ári 1979 í Vestmannaeyjum og hafa gengið í grunnskólana í eyjum með þessum árgangi. Árgangurinn telur 102 einstaklinga og á vefsíðu árgangsins má finna tölfræðilega úttekt á árgangnum.

- 18% eru skráð erlendis og þar af eru 12% í Danmörku! Það er eins gott að einhver lærði dönsku í skóla haaaa ;) 3 eru svo í Noregi, 2 í Svíþjóð og svo er einn sérvitringur í Austurríki ;)

- Heill 21 nemandi er skráður í Vestmannaeyjum eða 21% :) Þrír búa á Bröttugötu og aðrir þrír á Brimhólabraut. Greinilega vinsælustu göturnar í bænum ;)

- Aðeins einn býr á suðurlandinu, þ.e. á fasta landinu. Það þykir mjög merkilegt :)

- 2% búa á Neskaupsstað og þeir tveir eru víst skyldir :)

- Það er einn á Vestfjörðunum og passar uppá að halda heiður Eyjamanna :)

- 9% búa í Reykjanesbæ sem telst mjög hátt hlutfall!

-49% Eru skráð á Höfuðborgarsvæðinu og þar af eru 10 að þykjast vera Gafflarar en við vitum betur ;)

Þá höfum við það! Semsagt helmingurinn er í Reykjavík og næsti bær er Vestmannaeyjar :)

Núna stendur yfir talning á börnum þeirra sem eru fædd 1979 í eyjum og tekur það dágóðan tíma. Fólk er beðið að sýna biðlund og sleppa því að eignast fleiri börn fram í ágúst, það truflar talninguna ;)

Birt með góðfúslegu leyfi frá Tölfræðinördinu í 79 módelinu.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.