17. júní haldinn hátíðlegur í blíðskapaveðri

17.Júní'08 | 19:54
Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var haldinn hátíðlegur í Vestmannaeyjum í sannkallaðri rjómablíðu í dag. Langt er síðan svona gott veður hefur verið á 17. júní enda var mæting á viðburði í samræmi við það. Fjölmennt var í skrúðgöngunni sem fór frá Íþróttahúsinu og niður á Stakkó þar sem frekari dagskrá hélt áfram.

Á Stakkó var það formaður bæjarráðs og menningar- og tómstundaráðs sem setti hátíðina. Því næst flutti Páll Marvin Jónsson, formaður skólamálaráðs hátíðarræðu. Því næst var komið að fjallkonunni að flytja ljóð og að því loknu spilaði Lúðrasveit Vestmannaeyja nokkra ljúfa tóna. Eftir það flutti Bjarni Benedikt Kristjánsson nýstúdent með meiru ávarp og svo tóku Arndís Ósk Atladóttir og Gísli Stefánsson nokkur vel valin lög með yngri kynslóðinni. Fimleikafélagið Rán var svo með fimleikasýningu á svæðinu. Leikfélag Vestmannaeyja sá svo um að fara í leiki með börnin og ekki var annað að sjá en að allir nytu útiverunnar í botn.

Svo um kl. 16.00 voru haldnir síðdegistónleikar fyrir unglinga á Stakkó þar sem hljómsveitirnar Foreign Monkeys og George Focus spiluðu.

Til að skoða myndir úr skrúðgöngunni og frá dagskránni á Stakkó smellið hér.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.