Mike Riley dæmir á Shellmótinu

16.Júní'08 | 09:29

Riley

Hið árlega Shellmót fyrir 6.flokk karla fer fram í Vestmannaeyjum 25-28.júní næstkomandi. Mike Riley, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, mun dæma á mótinu í ár sem og Gylfi Þór Orrason og Egill Már Markússon.

Gylfi Þór og Egill Már lögðu báðir flautuna á hilluna síðastliðið haust eftir farsælan feril þar sem þeir dæmdu bæði á Íslandi og erlendis.

Riley er reyndur dómari en hann hefur dæmt í ensku úrvalsdeildinni síðan árið 1996.

Þessi 43 ára gamli dómari hefur einnig dæmt landsleiki frá árinu 1999. Hann hefur meðal annars verið dómari í úrslitaleik enska bikarsins og þá dæmdi hann á EM 2004.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is