Það kemur nú fyrir að það sé einmannalegt

14.Júní'08 | 07:29

Ragnar Raggi

Þann 3.maí síðastliðinn lagði Ragnar Þór einn síns liðs af stað með bakpoka að vopni í ferðalag um Evrópu. Ferðalagið hófst á Illugagötunni í eyjum og þegar Ragnar svarar spurningum eyjar.net er hann staðsettur í Tyrklandi.

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að leggja í þetta ferðalag?
Mér hefur bara alltaf fundist gaman að ferðast og það er svo að skoða og margir staðir sem hægt er að fara á í dag. Síðan er ég hálfgerður Síguni, svona eins og pabbi og Baldvin langafi minn heitinn var.

Nú ertu einn á ferðalagi með bakpokann, er ekkert einmannalegt á ferðalaginu?
Það kemur nú fyrir að það sé einmannalegt en maður kynnist fólki allstaðar á hostelum og svoleiðis sem er að gera það sama og þú að ferðast um heiminn. Maður er alltaf með einhverjum í herbergi og stundum koma dagar sem ég er allavega einn í nokkra daga en það er nú bara allt í fína, þá hefur maður tíma til að hugsa og læra að treysta á sjálfan sig. Það er enginn til að hjálpa þér, þú ert bara einn og þú verður bara að redda þér sem er bara gott fyrir mig.

Þú byrjaðir ferðalagið á Illugagötunni í Vestmannaeyjum, en hvert hefurðu farið frá því að þú lagðir af stað?
Ég byrjaði nú á því að taka Herjólf og koma mér í borg óttans, svo flaug ég frá Kerflavík til Kaupmannahafnar. Frá Köben tók ég lest og ferju til að koma mér til Hamborgar í Þýskalandi og þar var ég í tvo daga. Þaðan var haldið til Berlínar, sem er borg sem ég mæli með. Svo fór ég til München sem er líka með mikla sögu að baki og flottur staður.

Næst var það Sviss á lítinn stað sem heitir Interlaken sem er í miðjum ölpunum og er alveg magnaður staður. Þaðan var haldið til Austurríkis og stoppaði ég í Innsburck og Salzburg og þar tók ég þá skyndi ákvörðun að skella mér á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ég stoppaði fyrst í Nice og svo var það Cannes og svo hálfan dag í Monaco þegar tímatakan var í Formúlu 1 kappakstrinum. Ég náði að sjá aðeins í bílana og heyra lætin sem voru rosaleg.

Eftir Monaco var haldið til Mílan á Ítalíu og stoppaði ég á nokkrum stöðum þar, eftir Mílan var það Feneyjar, Rimini og Róm. Í Róm tók ég ákvörðun að fara næst til Aþenu í Grikklandi og eftir það var það Istanbul í Tyrkland. Og næst er stefnan sett á Rúmeníu.

Er mikill munur á fólkinu og menningu þessara landa sem þú hefur heimsótt?
Já það er sko allt annað hér úti, tala nú ekki um þegar þú ert kominn til Grikklands og Tyrklands sem er allt annar heimur. Það verður merkilegt að skoða austur-Evrópu.

Er erfitt að finna gistingu með skömmum fyrirvara á þessum stöðum sem þú hefur heimsótt?
Nei það hefur gengið ágætlega hjá mér, stundum þarf maður að fara á nokkra staði til að finna gistingu. Ég er nú með tjald með mér til vonar og vara ef ekkert gengur upp en annars er hægt að sofa allstaðar á lestarstöðum.

Hvenær áætlarðu að koma heim til Íslands aftur?
Ég kem heim 3.júlí á goslokin en þá verð ég búinn að vera í 2 mánuði eða 64 daga á ferðalagi.

Hægt er að fylgjast með ferðalagi Ragnar Þórs hér

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.