Ákveðið að leggja parket á gólfið í gamla salnum í Íþróttamiðstöðinni

13.Júní'08 | 10:58

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Á fundi bæjarráðs í gær var tekin fyrir tillaga framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasvið um að leggja parket á gólfið í gamla sal Íþróttamiðstöðvarinnar.

Bæjarráð samþykkti tillöguna og leggur til færslu á 12 milljónum af því féð sem áætlað var til breytingar á útisvæði sundlaugarinnar yfir á þessa framkvæmd. Fyrirséð er að einhverjar tafir verða á því að hafist verði handa við útisvæðið og því hægt að færa fjármuni á milli þessara verkefna.

Fyrir bæjarráði lá fyrir samþykkt fundar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja og tekur bæjarráð undir ályktun fundarins. Jafnframt segir í fundargerð bæjarráðs:

Bæjarráð tekur undir ályktun Útvegsbændafélags Vestmannaeyja frá 6. júní sl. í tilefni af tillögum Hafrannsóknarstofnunar um hámarksafla á næsta fiskveiðiári. Grunnatvinnuvegur Vestmannaeyja er sjávarútvegur og sú atvinnugrein sem byggðarlagið hefur lifibrauð sitt af. Þriðjungs skerðing á þorskkvóta á síðasta ári hafði mikil og afdrifarík áhrif á sjávarútveginn og voru staðbundin efnahagsleg áhrif 30% kvótaskerðingar metin á 3,3 milljarða króna á árinu 2008. Takmörkun á veiðum á loðnu fyrr á þessu ári hafði einnig mikil áhrif en allar slíkar takmarkanir í greininni hafa jafnan bein áhrif út í samfélagið sem ávallt sveiflast í takt við gengi í sjávarútvegi. Byggð í Vestmannaeyjum á allt sitt undir sjávarútvegi og hefur bæjarráð og Vestmannaeyingar allir því skilning á því að ábyrgar veiðar og sjálfbær nýting fiskistofna skuli hafðar að leiðarljósi. Bæjarráð tekur undir með Útvegsbændafélaginu og lýsir yfir áhyggjum af því ósamræmi sem virðist ríkja milli tillagna Hafró og þess góða ástands sem sjómenn og útgerðarmenn hafa upplifað á miðunum í kringum landið. Bæjarráð leggur áherslu á og beinir því til sjávarútvegsráðherra að nákvæm skoðun verði gerð á núverandi rannsóknaraðferðum við mat á stofnstærðum og veiðiþoli einstakra tegunda.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.