Öll tilboð í framkvæmdir við Landeyjarhöfn undir áætlun

12.Júní'08 | 13:00

Bakkaferja Samgöngur

Suðurverk í Hafnarfirði átti lægsta tilboð í hafnar- og vegagerð í Landeyjahöfn í Bakkafjöru þangað sem ný Vestmannaeyjaferja á að sigla. Þetta kom í ljós þegar tilboð voru opnuð.

Tilboð Suðurverks hljóðaði upp á nærri 1,9 milljarða króna eða um 60 prósent af kostnaðaráætlun sem var 3,1 milljarður. Fimm tilboð frá fjórum aðilum bárust í verkið og reyndust þau öll vera undir kostnaðaráætlun. Ístak var með tvö tilboð, Klæðning átti eitt og KNH á Ísafirði sömuleiðis en það var hæst og nam tæpum 90 prósentum af kostnaðaráætlun.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.