ÍBV með fjögurra stiga forskot á toppnum

11.Júní'08 | 06:32

Eyjamenn sóttu Víkinga heim í kvöld en fyrir leikinn höfðu Eyjamenn unnið alla sína leiki og ekki fengið á sig mark
Leikurinn var ekki langlífur þegar Eyjamenn fengu á sitt fyrsta mark í sumar, eftir þrjár mínútur fengu Víkingar vítaspyrnu og það var Þórhallur Hinriksson sem skoraði markið en það var Pétur Runólfsson sem braut á Chris Vorenkamp.

Eftir rúmar fimmtán mínútur vildu Eyjamenn fá vítaspyrnu þegar Agustine Nsumba lék á Jimmy Hoyer sem tók hann niður og líklega var um vítaspyrnu að ræða en dómari leiksins Gunnar Sverrir Gunnarsson var ekki á sama máli.

Eftir 18. Mínútna leik fékk Þórhallur Hinriksson rautt spjald en þetta var hans annað gula spjald en bæði spjöldin voru af ódýrari gerð. Þórhallur var ekki sáttur með spjaldið og lét dómarann heyra, þegar hann var gengin af velli grýtti hann vatnsbrúsa í auglýsingaskilti og sparkaði í það.

Þegar 24. mínútur voru búnar af leiknum skoraði Pétur Runólfsson glæsilegt mark. Eftir nokkrar tilraunir Eyjamanna til að skjóta fékk Pétur boltann fyrir utan teig og skoraði glæsilegt mark upp í vinstra hornið.

Í uppbótartíma í fyrri hálfleik átti Pétur Runólfsson ágætis skot að marki Víkinga en Ingvar Kale náði tökum á boltanum þrátt fyrir smá erfiðleika. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Eftir fimm mínútna leik átti Agustine Nsumba gott skot að marki Víkinga en Ingvar Kale varði boltann út við stöng.

Eyjamenn komust svo eftir þegar 54. mínútur voru búnar af leiknum, Jimmy Hoyer átti slaka sendingu sem Agustine Nsumba komst inn í sendinguna, hann gaf inn fyrir á Egil Jóhannsson sem sendi fyrir markið, þar kom Atli Heimisson sem skoraði með góðu skoti.

Þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum átti Agustine Nsumba gott skot að marki Víkings en besti leikmaður Víkings á vellinum Ingvar Kale varði. Runólfur Sveinn Sigmundsson fékk svo rautt spjald eftir að boltinn hafði farið úr leik en hann hafði brotið af sér stuttu áður.

Stuttu síðar átti Þorvaldur Sveinsson gott skot að marki Eyjamanna en skot hans fór rétt framhjá stönginni.

Þegar fjórar mínútur voru svo til leiksloka skoraði fyrirliðinn Matt Garner þriðja mark Eyjamanna í leiknum, hann fékk boltann inn í teig eftir að Agustine Nsumba hafði gefið fyrir markið.

Í uppbótartíma skoraði Ingi Rafn Ingibergsson fjórða mark Eyjamanna. Hann fékk sendingu inn fyrir vörn Víkinga og setti boltann snyrtilega yfir Ingvar Kale sem var of framarlega í markinu.

Eftir þetta mark rann leikurinn út en sjötti sigur Eyjamanna í sex leikjum staðreynd og liðið á toppi deildarinnar.

1-0 Þórhallur Hinriksson (4)
1-1 Pétur Runólfsson (24)
1-2 Atli Heimisson (54)
1-3 Matt Garner (86)
1-4 Ingi Rafn Ingibergsson (90)

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.