Borið hefur á hraðakstri í bænum með hækkandi sól

11.Júní'08 | 09:08

Lögreglan,

Frekar rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. viku. Lögreglumenn þurftu þó að hafa afskipti af aðilum sem voru að skemmta sér á veitingarhúsum bæjarins um sl. helgi vegna óláta og ölvunar. Ekki voru gerðar kærur í þeim málum. Einnig þurfti að aðstoð aðila til síns heima.

Í vikunni var tilkynnt um að skemmdaverk hafi verið unnin á tveim bátum þegar reynt hafi verið að gangsetja þá. Þetta er talið hafa verið gert um sjómannadagshelgina. Þá var tilkynnt að stolið hafi verið eldsneyti af byrgðartönkum sem eru í Viðlagafjöru og í eigu Vestmannaeyjabæjar. Allar upplýsingar eru vel þegnar ef einhver getur aðstoðað við að upplýsa þessi mál.

Af umferðarmálum er það að frétta að ökumaður var  sl. mánudag tekinn grunaður um ölvun við akstur. Einn aðili var kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og þá var aðili kærður fyrir að leggja bifreið sinni ólöglega.. 5 aðilar voru boðaðir í skoðun með ökutæki sín.

Lögregan vill minna ökumenn á að virða hámarkshraða en nokkuð hefur borðið á hraðakstri í bænum með hækkandi sól. Mikið er um unga vegfarendur á ferðinni bæði gangandi sem hjólandi og því full ástæða til að fara varlega. Sérstök ástæða er að benda á að framundan eru tvö knattspyrnumót þar sem ungum vegfarendum mun fjölga verulega hér á götum bæjarins. Einnig er rétt á að minna foreldra á að sjá til þess að börn þeirra noti reiðhjólahjálma en alltof mikið er að börn séu hjálmlaus á reiðhjólum.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.