Ragnar Þór einn á bakpokaferðalagi um evrópu

10.Júní'08 | 09:43

Ragnar Raggi

Fyrir nokkrum dögum hélt Ragnar Þór Jóhannsson af stað einn síns liðs með bakpoka á bakinu upp í ferðlag um evrópu.
Ragnar Þór hóf för sína með því að fljúga til Kaupmannahafnar þann 3.maí síðastliðinn og þaðan hélt hann áfram til Þýskalands. Ragnar hefur m.a. skoðað Hamburg, Berlín og Munchen í Þýskalandi og á vefsíðu Ragnars má lesa að hann hefur m.a. gengið Berlín þvera og endilanga.

Frá Þýskanlandi fór Ragnar yfir til Sviss og þaðan til Austurríkis og skrifar m.a. Ragnar þetta um fegurðina í Salzburg:
En já ég lagði af stað frá Interlaken á laugardaginn, þurfti að fara til Zurick og þaðan yfir til Innsbruck og síðan til Salzburg sem er rosalega falleg borg. Þetta er einn af fallegustu stöðum sem ég hef komið á hingað til fyrir utan Vestmannaeyjar og Elliðaey sem eru náttúrulega ólýsanlega fallegir staðir.

Frá Salzburg fór Ragnar til Cannes í Fraklandi þar sem hann var á sama tíma og hin þekkta kvikmyndahátíð er haldin í borginni og fór Ragnar m.a. á Indiana Jones þar ytra. Frá Frakklandi fór Ragnar yfir til Ítalíu þar sem Róm, Rími og Feneyjar voru skoðaðar. Í dag er Ragnar á leiðinni til Tyrklands en síðustu daga hefur hann haldið sig í Aþenu í Grikklandi.

Hægt er að fylgjast með ferðalagi Ragnar hér

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.