Þróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu

8.Júní'08 | 08:03
Þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu verða kynnt á fundum um allt land í byrjun júní.
Verkefnið er vöruþróunarverkefni sem hefur það að markmiði að fjölga arðbærum vörum/þjónustu á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu og vinna úr sérkennum staða á sviði menningar.
Verkefnið er til 2ja ára.

Kynningarfundur verður haldinn á Cafe María, 2.hæð þriðjudaginn 10. Júní kl. 13:00-16:00.

Þar fjalla sérfræðingar um menningartengda ferðaþjónustu, vöruþróun og frumkvöðlar í uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu segja frá reynslu sinni, auk þess sem verkefnið verður kynnt ítarlega.
Dagskrá:
1. Kynning á verkefni - Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Impru á Nýsköpunarmiðstöð
2. Vöruþróunarferlið - Heiður Björnsdóttir, ParX
3. Áfangastaðir í menningartengdri ferðaþjónustu - Háskólinn á Hólum
4. Uppbygging Landnámsseturs - Kjartan Ragnarsson, Landnámssetrinu
5. Spurningar og umræður

Frekari upplýsingar veita: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í síma 450-4050 netfang: sirry@nmi.is eða Alda Þrastardóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu í síma 464-9990, netfang: alda@icetourist.is
Einnig á vefjunum www.nmi.is og www.ferdamalastofa.is
Fundirnir eru opnir öllum áhugasömum um vöruþróun á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.

Verkefnið er á vegum Iðnaðarráðuneytisins og er unnið af Impru á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofu


Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is