Vel sóttu leiðtoganámskeiði kvenna lauk í gærkvöldi

7.Júní'08 | 06:18
Undanfarin kvöld hefur verið haldið í Alþýðuhúsinu svokallað leiðtoganámskeið fyrir konur og var námskeiðið vel sótt af eyjakonum.

 

Á fyrsta kvöldinu var það Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri og fyrrverandi forstjóri Bykó sem hélt fyrirlestur um leiðtogahæfileika sem og stjórnunarhæfileika kvenna. Ásdís Halla skrifaði bók um íslenska leiðtoga yfir nokkrum árum og hefur Ásdís lengi kynnt sér kosti og galla leiðtoga. Erindi Ásdísar var persónulegt og hlýlegt og ekki fór framhjá neinni konu á staðnum hve hlý og notaleg manneskja Ásdís Halla er.

Á öðru kvöldi leiðtoganámskeiðsins voru það sex konur sem fluttu erindi. Páley Borgþórsdóttir flutti erindi um konur í ábyrgðastöðum og stjórnmálum. Jóhanna Njálsdóttir sagði frá reynslu sinni frá því að hún var í fyrsta hópi eyjamanna og lærðu í fjarnámi frá Vestmannaeyjum. Guðbjörg Matthíasdóttir fjallaði um hvernig markmið og leiðir fólk breytast með auknum þroska og breyttum aðstæðum. Hin pólska Anja Fedorowizs sagði frá því hvernig það er að verða partur af íslensku samfélagi sem útlendingur. Þær Sigrúður Ármann og Eva Hrund Einarsdóttir fóru svo yfir ræðumennsku og framsögn. Voru konurnar sem tóku þátt í leiðtoganámskeiðinu ánægðar með þessi erindi og var ræðukonunum vel tekið.

Á þriðja kvöldinu unni svo konurnar í minni hópum út frá erindum Sigþrúðar og Evu um ræðumennsku og framsögn. Fyrir margar konur var þetta fyrsta skiptið sem þær stóðu í ræðustól og komu þær sjálfum sér margar á óvart varðandi líðan í ræðustóli.

Í gærkvöldi mættu konurnar svo til hátíðarkvölds sem haldið var í Alþýðuhúsinu. Þetta framtak Visku hefur greinilega slegið í gegn og vonandi verður framhald í framtíðinni.

Myndir frá námskeiðinu má sjá hér

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.