Vel sóttu leiðtoganámskeiði kvenna lauk í gærkvöldi

7.Júní'08 | 06:18
Undanfarin kvöld hefur verið haldið í Alþýðuhúsinu svokallað leiðtoganámskeið fyrir konur og var námskeiðið vel sótt af eyjakonum.

 

Á fyrsta kvöldinu var það Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri og fyrrverandi forstjóri Bykó sem hélt fyrirlestur um leiðtogahæfileika sem og stjórnunarhæfileika kvenna. Ásdís Halla skrifaði bók um íslenska leiðtoga yfir nokkrum árum og hefur Ásdís lengi kynnt sér kosti og galla leiðtoga. Erindi Ásdísar var persónulegt og hlýlegt og ekki fór framhjá neinni konu á staðnum hve hlý og notaleg manneskja Ásdís Halla er.

Á öðru kvöldi leiðtoganámskeiðsins voru það sex konur sem fluttu erindi. Páley Borgþórsdóttir flutti erindi um konur í ábyrgðastöðum og stjórnmálum. Jóhanna Njálsdóttir sagði frá reynslu sinni frá því að hún var í fyrsta hópi eyjamanna og lærðu í fjarnámi frá Vestmannaeyjum. Guðbjörg Matthíasdóttir fjallaði um hvernig markmið og leiðir fólk breytast með auknum þroska og breyttum aðstæðum. Hin pólska Anja Fedorowizs sagði frá því hvernig það er að verða partur af íslensku samfélagi sem útlendingur. Þær Sigrúður Ármann og Eva Hrund Einarsdóttir fóru svo yfir ræðumennsku og framsögn. Voru konurnar sem tóku þátt í leiðtoganámskeiðinu ánægðar með þessi erindi og var ræðukonunum vel tekið.

Á þriðja kvöldinu unni svo konurnar í minni hópum út frá erindum Sigþrúðar og Evu um ræðumennsku og framsögn. Fyrir margar konur var þetta fyrsta skiptið sem þær stóðu í ræðustól og komu þær sjálfum sér margar á óvart varðandi líðan í ræðustóli.

Í gærkvöldi mættu konurnar svo til hátíðarkvölds sem haldið var í Alþýðuhúsinu. Þetta framtak Visku hefur greinilega slegið í gegn og vonandi verður framhald í framtíðinni.

Myndir frá námskeiðinu má sjá hér

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).