Ályktun aðalfundar Vina Ketils Bónda 2008

6.Júní'08 | 16:27

Vinir ketils bónda, VKB LOGO

Síðast liðinn laugardag hélt bræðrafélagið Vinir Ketils Bónd aðalfund. Nú í lok júní verður félagið 10 ára og af því tilefni var ákveðið að aðalfundurinn myndi álykta um málefni sem brennur á félaginu þessa dagana.

Meðlimir bræðrafélagsins Vinir Ketils Bónda bera hag Vestmannaeyja fyrir brjósti, lík og allir sannir Eyjamenn. Því svíður okkur undan þeirri vanvirðingu sem okkur þykir íslenska ríkisvaldið sýna Vestmannaeyjum með áhugaleysi sínu á nauðsynlegum úrbótum í samgöngumálum okkar. Þess vegna hafa þær raddir innan félagsins sem krefjast sjálfstæðis frá meginlandinu orðið stöðugt háværari að undanförnu.

Ákveðinn armur innan félagsins vill knýja fram sjálfstæði með vopnavaldi, en þar sem félagsmenn eru almennt firðelskandi (og mikið gefnir fyrir að strjúka á sér kviðinn) leggjum við til að þessu nauðsynlega framfaraspori verði náð með friðsamlegum hætti.

Með svipuðum hætti og Ísland fékk sjálfstæði undan oki Dana í miðri seinni heimstyrjöldinni teljum við það nauðsynlegt fyrir Vestmanneyinga að fá sjálfstæði undan oki Reykvíkinga nú meðan verðbólgustríðið stendur sem hæst.

Því hvetjum við bæjarstjórn Vestmannaeyja, svo og Vestmanneyinga alla, til þess að vinna að stofnun sjálfstæðs fríríkis í Eyjum. Bjarni Ármannsson og allir þessir gæjar sem makað hafa krókinn á undanförnum uppgangsárum á Íslandi gætu þá flutt sig til sannra suðurhafseyja beint suður af fróni, í stað þess að þurfa að flýja með allt góssið alla leið til Caymaneyja.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).