Nýr vefur að opna

3.Júní'08 | 08:28
Í gær opnaði nýr vefur tileinkaður frjálsum íþróttum. Eigandi og ritstjóri þess er eyjamærin Karen Inga Ólafsdóttir (dóttir Árnýju Heiðarsdóttir frjálsíþróttahetju & Óla á Gæfunni/Hvoli).

Eyjar.net tóku púlsinn á Kareni og fengu að vita meira.
Nafn:
Karen Inga Ólafsdóttir

Fjölskylduhagir:
Gift Sæþóri Orra Guðjónssyni og á börnin Birtu Sól 7 ára, Lúkas Orra 3 ára og Alex Inga 9 mánaða

Menntun:
Íþróttafræðingur frá Laugarvatni. Hef stundað þjálfun frá 15 ára aldri, hef verið svo heppin að hafa fengið tækifæri til að fylgjast með góðum þjálfurum í gegnum árin sem hafa kennt mér mjög mikið og tel ég þann skóla vera ómetanlegan.

Atvinna:
Húsmóðir, eiginkona og nú ritstjóri frjálsar.net

Störf í frjálsíþróttageiranum: ?
Fyrrv. Þjálfari yngri flokka Breiðabliks og svo hjá Óðni í Vestmannaeyjum hér áður fyrr. Hef einnig þjálfað yngri flokka í Svíþjóð og Danmörku.

Hverjar eru/voru þínar greinar í frjálsum ?
Hástökk, Kringla og Spjótkast svona aðallega, þótti nú liðtæk í grind en náði aldrei hraðanum sem þurfti til 

Af hverju að byrja með frjálsar.net ?
Tel að það sé mikill þörf á vefsíðu sem þessari en langtímamarkmið er að koma frjálsum íþróttum á hærra plan og vekja meiri athygli á þessari frábæru íþrótt. En planið er að halda úti skemmtilegu samfélagi fyrir frjálsar og sameina upplýsingar um frjálsar í einn góðan frétta -og upplýsingamiðill. Hef gengið með þetta í maganum í soldinn tíma og nú fannst ég mér rétti tíminn til að gera þetta.

Hvað muntu bjóða upp á frjálsar.net ?
Það verður margt skemmtilegt í boði eins og fréttir, viðtöl, blogg, upplýsingar um mót, uppskriftir, myndagallerý, vídeóklippur svo mun seinna í mánuðinum opna spjallborð, mótadagatal og smáauglýsingar þar sem fólk getur auglýst ókeypis. Einnig er ég opin fyrir hugmyndum og nýjungum.

Hvað þarf, til að halda frjálsar.net gangandi ?
Fyrst og fremst þarf að halda síðunni á lífi með reglulegum fréttum, bloggum, myndum og fleirra sem tengist frjálsum en það er alveg klárt mál að svona vefsíða gengur ekki án góðra auglýsenda. Einnig vonast ég eftir góðri samvinnu við FRÍ og frjálsíþróttafélögin með innsetningu efnis og mynda. Það mun kosta mikinn tíma af minni hálfu að halda úti frjálsar.net en ég vonast til að geta náð góðum samningum við fyrirtæki varðandi auglýsingar og haldið síðunni á lífi um ókominn ár.

Hefurðu fengið einhverja aðstoð við frjalsar.net ?
Strákarnir hjá SmartMedia hafa hannað og sett upp frjalsar.net, svo hef ég verið í sambandi við nokkra góða menn varðandi ljósmyndir til að setja á síðunna og hafa þeir allir tekið vel í þetta framtak mitt. Mun svo á næstunni setja mig í samband við fleirri aðila/félög varðandi efni á síðunna.

Hvað finnst þér um frjálsar á Íslandi þar sem þú hefur nú búið og þjálfað bæði í Danmörku og Svíþjóð ?
Mér finnst frjálsar á góðri leið á íslandi, þá sérstaklega með tilkomu nýss innanhússæfinga- og keppnisaðstöðu. Mér finnst þjálfarar hugsa aðeins lengra en áður með tilliti til einstaklingana og lofar það mjög góðu. Við eigum og höfum átt frábært afreksfólk sem hefur endst mis vel og lengi, en það er því miður frekar fámennur hópur. Oft hætta ungir krakkar sem ná fljótt á toppinn á íslandi, sjá ekki tilganginn með að halda áfram þar sem þau eru nú þegar búin að ná „gullinu". Það sem hefur oft vantað það er að halda betur um unglingahópana og kynna fyrir þeim að frjálsar getur verið stór hluti af framtíð þeirra. Frjálsar taka ekki endi við framhaldsskóla eða stuttu eftir hann. Með því að leggja grunn að góðri framtíð og benda krökkunum á leiðir sem hægt er að fara þá er ég fullviss um að Íslendingar muni eiga miklu meira af afreksfólki eftir tvítugt og hvað þá eftir 25 ára aldurinn.

Hvernig finnst þér FRÍ standa sig ?
Ég er því miður ekki nógu vel inn í þeirra starfsemi til þess að tjá mig um það, en eftir því sem ég best veit og les sjálf hjá þeim þá finnst mér þeir vera að gera margt mjög gott. Heimasíðan þeirra hefur lagast mikið og það boðar alltaf gott. Ég vona einnig að með þessu framtaki mínu að við getum unnið vel saman í framtíðinni og aukið áhuga og iðkun á frjálsum.

Telur þú að frjálsar.net muni skipta einhverjum sköpum í framtíð frjálsíþrótta á íslandi ?
Já ég er fullviss um það þá sérstaklega vegna hversu auðvelt það verður fyrir frjálsíþróttafólk og áhugafólk um frjálsar að leita sér upplýsingar og frétta á vefnum. Það að geta aðeins farið inn á eina síðu sem sameinar allar nauðsynlegar upplýsingar á einn stað auðveldar hlutina mikið. Síðan verður með svona skemmtilegu ívafi og vona ég að það verði bara jákvætt fyrir frjálsar.

Eitthvað að lokum ?
Ég vona að Íslendingar nær og fjær muni hafa reglulega gaman af þessari síðu, jafnvel sendi inn með fréttir,tilkynningar og/eða annað áhugavert efni reglulega. Það er alltaf eitthvað að gerast sem hinir vilja vita af en hafa ekki aðgang að.
Ég vona að þetta framtak muni auka áhuga á frjálsum íþróttum hjá almenningi og að þeim sem hafi oft langað að taka þátt í frjálsum eða vera hluti af frjálsum þá er hér gott tækifæri að fylgjast með, mæta á mót og hvetja sitt lið... hvað sem valið á liði verður nú
Einnig langar mig að óska eftir áhugasömum aðilum til að hjálpa mér að halda síðunni lifandi hvort sem það er í fréttaskrif eða í myndatöku, það er jú alveg á hreinu að fleirri hendur vinna stærra verk.

Svo ef það er einhver þarna úti sem hefur áhuga á því að auglýsa á frjalsar.net, ekki hika við að hafa samband (karen@frjalsar.net)

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.