Skjálftasaga síðustu 250 ára

31.Maí'08 | 05:53

Karl Gauti

Að kvöldi 26. ágúst 1896 reið afar sterkur landsskjálfti yfir á Suðurlandi og var harðastur í Landssveit, Upp-Holtum og í Gnúpverjahreppi. Þá voru 67 ár frá síðasta Suðurlandsskjálfta. Þessi skjálfti var mun vægari vestan Þjórsár en austan. Annar stór skjálfti kom síðan að morgni 27. ágúst, en var ekki eins harður, hann fannst vel í Vestmannaeyjum og olli miklum skriðuföllum þar. Sá skjálfti var einna harðastur í Hrunamannahreppi.
Laugardagskvöldið 5. september 1896 eða 9 dögum síðar kom mjög harður kippur sem var harðastur á Skeiðum, og í Flóa. hann var engu minni en sá fyrsti. Næsti skjálfti kemur svo ekki fyrr en 16 árum seinna og er harðastur ofarlega í Rangárvallasýslu (í nágrenni Heklu). Sá skjálfti reið yfir 8. maí 1912. Röð skjálfta á átjándu öld var þannig að 1732 verður harður skjálfti á Rangárvöllum, tveimur árum seinna kemur skjálfti í Flóa og 15 árum seinna í Ölfusinu. Þá koma skjálftar í Ölfusinu þremur árum seinna. Eftir þetta er 32 ára hlé þegar einhverjir alhörðustu skjálftar sögunnar verða árið 1784 austarlega í Árnessýslu og í Rangárvallasýslu. Á árunum 1789 - 1829 verða a.m.k. fjórir harðir skjálftar, fyrst í Árnessýslu og síðan á austursvæðinu að nýju, þar til fyrrnefnt 67 ára hlé kemur til 1896. Frá 1912 til 2000 var 88 ára hlé á hörðum skjálftum á Suðurlandi og er rétt að minna á að þetta er með allengstu hléum á skjálftavirkni á svæðinu. Þessi atburðarás sýnir að skjálftarnir virðast hefjast í austurhéruðum Suðurlands og færast síðan til vesturs í hverri hrinu og enda jafnvel á skjálfta í austri. Upptakasvæðin virðast vera u.þ.b. fjögur, þ.e. Holta- og Landssveit austast, síðan svæði rétt vestan Þjórsár að Hestfjalli, svo svæði austan Ingólfsfjalls og yfir um og loks svæði í Ölfusi austan Kamba. Hvort skjálftunum er lokið að þessu sinni og aftur komi langt hlé (67 eða 88 ár) er erfitt að spá um, en unnt er að reyna að átta sig á framhaldinu með því að skoða hvernig svæðið hefur hagað sér fyrr á tímum. (Að mestu tekið úr öldinni okkar). http://eyjapeyji.blog.is/blog/eyjapeyji/

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).