Sjómannafjör við Friðarhöfn

31.Maí'08 | 16:35
Hörkufjör var við Friðarhöfn í dag þar sem sjómenn jafnt sem landkrabbar spreyttu sig í hinum ýmsu þrautum og leikjum eins og venjan er á laugardegi Sjómannadagshelgarinnar.

Það var margt um manninn við höfnina enda veðrið með allra besta móti í Vestmannaeyjum í dag. Boðið var upp á glæsilega dagskrá sem byrjaði með setninga Séra Kristjáns Björnssonar, þar sem hann blessaði daginn. Því næst tók hljómsveitin Jack London nokkur lög og hitaði mannskapinn upp fyrir átök dagsins, en í henni er meðal annars eyjapeyjinn Unnar Gísli Sigurmundsson.

Því næst tók við kappróður, koddaslagur, reiptog, spretthlaup á karalokum, kararóður, stakkasund og loftfimleikar. Auk þess sem úrvalslið Mumma Fúsa mætti og sýndi listir sínar á sjóbrettum og BMX hjólum, þar sem þeir ýmist renndu sér niður sérsmíðaðan brettapall og stukku út í sjó eða stukku á hjólum fram af stökkpalli og út í sjó. Þá var einnig boðið upp á ferðir með sæþotum fyrir yngri kynslóðina og ekki var annað að sjá en að gestir og gangandi kynnu vel að meta það sem í boði var.

Fleiri myndir er hægt að skoða hér.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.