Sjómannadagsblað Vestmannaeyja kemur út í dag

30.Maí'08 | 11:05
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008, 58 árgangur, kemur út í dag, fimmtudaginn 29. maí. Blaðið er eins og síðustu ár undir dyggri ritsjótn Friðriks Ásmundssonar frá Löndum.
Meðal efnis í blaðinu má nefna grein um síldveiðar við Norðurland í gamla daga, Tómas í Höfn, Verðandi 70 ára, Magnús Grímsson, áraskipið Gídeón, losunar- og sjósetningarbúnað fiskiskipa og margt, margt fleira.
Sölustaðir í Reykjavík eru Umferðarmiðstöðin og Grandakaffi. Blaðið verður einnig til sölu í Jolla í Hafnarfirði, á Suðurnesjunum, í Björkinni á Hvolsvelli, Fossnesti Selfossi, Merkisteini á Eyrarbakka og Olís í Þorlákshöfn

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.