Segir Eyjamenn fagna ákvörðun um nýja ferju

30.Maí'08 | 17:56
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að heimamenn þar hafi grunað það í nokkurn tíma, að ekki yrði gengið að tilboði þeirra um smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju. Hins vegar fagni Eyjamenn, að ríkisstjórnin ætli að tryggja að ný ferja taki við siglingum milli Landeyjahafnar og Eyja fyrir 1. júlí 2010.
Samgönguráðuneytið tilkynnti í morgun, að ákveðið hefði verið að falla frá hugmyndum um smíði Vestmannaeyjaferju í einkaframkvæmd. Í stað þess verði smíði ferju boðin út með hefðbundnum hætti og í framhaldi af því verði rekstur hennar boðinn út sérstaklega. Vinnslustöðinni hf. og Vestmannaeyjabær lögðu fram tilboð í smíði og rekstur ferju en nú hefur því verið hafnað þar sem það sé 45% yfir kostnaðaráætlun Siglingastofnunar. Segir ráðuneytið að telja megi aðstæður á lánamörkuðum mjög óhagstæðar fyrir einkaframkvæmd um þessar mundir. Í stað þess verði Siglingastofnun Íslands falið að bjóða út smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju með hefðbundnum hætti í eiginframkvæmd ríkisins. Elliði sagði, að það hefði aldrei verið kappsmál bæjarins að standa fyrir smíði ferjunnar. Vissulega hefði bærinn lagt í töluverðan kostað við að láta hanna ferju og reikna út kostnað en ríkinu hefði verið boðið að yfirtaka smíðasamning, sem gerður hefði verð við skipasmíðastöðina Samtek í Noregi um ferjuna. Það boð stæði enn. Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag var samþykkt ályktun þar sem minnt er á, að ferjan, sem boðin hafi verið af heimamönnum og það þjónustustig sem stefnt hafi verið að, uppfyllti að öllu leyti þarfalýsingar bæjarráðs og stóðst allar körfur útboðslýsingar verkkaupa. Það sé því afar mikilvægt að ekki verði fallið í þá gryfju að bjóða minna skip en boðið var í tilboði heimamanna. Bæjarráð geri því kröfu um skipið beri að lágmarki 68 bíla og 400 farþega enda sé áætlað að ný ferja þjóni samgönguleiðinni til ársins 2025. Núverandi Herjólfur hafi á sínum tíma styttur í hönnunarferli og vítin séu til að varast þau.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.