Fótboltamót Eyjaflotans

30.Maí'08 | 17:19
Hið árlega fótboltamót skipaáhafna Vestmannaeyja var haldið í veðurblíðunni í dag á Þórsvellinum. Fjölmargir áhorfendur mættu til stuðnings þó svo að áhafnirnar hafi einungis verið þrjár sem sáu sér fært að mæta, en það voru áhafnir Bergs VE-44, Hugins VE-55 og Suðureyjar VE-12.

Það var einstaklega skemmtileg stemmning sem myndaðist á Þórsvellinum. Greinilegt var að Huginsmenn ætluðu sér að landa enn einum titlinum, en þeir hafa farið með sigur af hólmi síðastliðin ár. Það reyndist þeim ekki erfitt enda með leikmenn eins og Sindra Grétarsson & Hjalta Jóhannesson innanborðs, þó náðu Suðureyjarmenn að veita þeim ágætis mótspyrnu með Ágúst Halldórsson fremstan í flokki.

Núna kl. 18.00 byrjar svo sjómannagolf á golfvellinum og um kl. 22.00 verður haldið söngkvöld í Akóges, þar sem Árni Johnsen og KK, ásamt úrvali af tónlistarfólki leiða saman hesta sína. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og að sjálfsögðu er lofað dúndurfjöri.

Fleiri myndir er hægt að skoða hér.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.