Öflugur jarðskjálfti

29.Maí'08 | 16:17

Klif, jarðskjálfti, grjóthrun

Afar öflugur jarðskjálfti, 6,7 stig á Richter, varð klukkan 15:45 og átti upptök sín undir Ingólfsfjalli, vestur af Selfossi.

Margir minni skjálftar hafa verið á þessu svæði í allan dag og sumir þeirra fundist hingað til Vestmannaeyja, en sá stóri fannst greinilega hér líkt og á fleiri stöðum á landinu. Nokkuð grjóthruns varð vart í fjöllunum hér í kring, bæði í Klifinu eins og myndin ber með sér og eins inn í Herjólfsdal.

Samhæfingarstöð almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra hefur verið virkjuð og verður fylgst með ástandi mála þar og sendar frekari upplýsingar um leið og þær berast.

mbl.is greindi frá

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.