Öflugur jarðskjálfti

29.Maí'08 | 16:17

Klif, jarðskjálfti, grjóthrun

Afar öflugur jarðskjálfti, 6,7 stig á Richter, varð klukkan 15:45 og átti upptök sín undir Ingólfsfjalli, vestur af Selfossi.

Margir minni skjálftar hafa verið á þessu svæði í allan dag og sumir þeirra fundist hingað til Vestmannaeyja, en sá stóri fannst greinilega hér líkt og á fleiri stöðum á landinu. Nokkuð grjóthruns varð vart í fjöllunum hér í kring, bæði í Klifinu eins og myndin ber með sér og eins inn í Herjólfsdal.

Samhæfingarstöð almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra hefur verið virkjuð og verður fylgst með ástandi mála þar og sendar frekari upplýsingar um leið og þær berast.

mbl.is greindi frá

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.