Eyjamenn gagnrýna ríkisstjórnina vegna ferjusmíði

29.Maí'08 | 11:21
Ríkisstjórnin hefur fjallað í tvígang um tilboð Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar í smíði og rekstur nýrrar farþegaferju án niðurstöðu, segir í bókun bæjarráðs Vestmannaeyja í gær.
Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að heimildir Eyjamanna séu ekki réttar og enginn ágreiningur sé innan ríkisstjórnarinnar um málið. Bæjarstjóri hefur engar upplýsingar fengið um framvindu málsins eftir að svarfrestur var veittur fyrir rúmri viku. Eyjamenn túlka þögn stjórnvalda sem svo að flest bendi til þess að tilboði þeirra verði hafnað og miklar tafir verði á verkinu.

Bæjarráð fjallaði um tilboð heimamanna í rekstur og eignarhald ferju sem ganga á í Landeyjahöfn í gær. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um að ríkisstjórn hefði fjallað um málið á miðvikudag, en frestað afgreiðslu þess í annað sinn. Í bókun fundarins harmar bæjarráð seinagang í málinu og telja flest benda til þess að tilboði heimamanna í reksturinn verði hafnað.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að ef tilboðinu verði ekki tekið liggi fyrir að á ný þurfi að leita heimilda Alþingis til að hægt verði að fara í smíði og hönnun á skipi. „Heimild samgönguráðuneytisins er að fara með verkið í einkaframkvæmd. Dragi ríkisstjórnin að taka ákvörðun öllu lengur verður ekki hægt að sækja heimildir á þessu þingi til að ríkið annist verkið, enda er seinasti starfsdagur Alþingis á föstudag. Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum og það er þungt í mörgum Eyjamanninum.

Það er vitað til þess að þetta hafi komið í tvígang til umræðu í ríkisstjórn og verið frestað í bæði skiptin án þess að nokkrar upplýsingar berist til bjóðenda eða bæjarstjórnar."

Kristján L. Möller samgönguráðherra segir það ekki rétt að ríkisstjórnin hafi fjallað um tilboð Eyjamanna í tvígang. Málið hafi einungis verið stuttlega rætt á ríkisstjórnarfundi fyrir viku. „Ég er að láta skoða ýmislegt í kostnaðaráætluninni og tilboðinu. Málið er í ágætis vinnslu og þó að tíminn sé naumur þá þarf engu að síður að vinna þetta vel."

Kristján hafnar því alfarið að ágreiningur sé á milli stjórnarflokkanna um hvernig staðið verður að smíði og rekstri ferjunnar. Spurður um hvort Eyjamenn geti vænst niðurstöðu á föstudag eins og áætlað var segir Kristján að það sé ekki ljóst. „Vonandi fæ ég gögn í hendur annað kvöld (fimmtudagskvöld) og þá get ég lagt það fyrir ríkisstjórn. Þegar ég hef fengið nauðsynleg gögn kem ég með mínar tillögur.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.