Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar: Sextíu og níu styrkir veittir, 200 mkr.

27.Maí'08 | 18:24

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Byggðastofnun hefur gengið frá styrkveitingum og hlutafjárframlögum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009. Alls voru 200 milljónir króna til úthlutunar, 100 milljónir fyrir hvort ár. Alls bárust 253 umsóknir samtals að fjárhæð 1.528. mkr. Alls hlutu 69 verkefni styrk. Nokkrar umsóknir eru til frekari skoðunar.
Þremur styrkjum hefur verið úthlutað á Suðurlandi.

 

Vestmannaeyjabær er í forsvari fyrir verkefni sem hlaut einn af hæstu styrkjunum, 5 mkr. En verkefnið fjallar um sjálfbæra nýtingu jarðvarma á köldum svæðum með varmadælum.

Önnur verkefni sem hlutu styrk á Suðurlandi er verkefni Gríms kokks ehf. í Vestmannaeyju með verkefnið, vöruþróun og markaðssetning á fiskréttum, 4,5 mkr. Einnig fékk fyrirtækið Godthaab í Nöf ehf. í Vestmannaeyjum styrk fyrir verkefnið, Vöruþróun og markaðssetning á reyktri ýsu, 2,0 mkr.

 


Við mat á umsóknum var einkum tekið tillit til hlutfalls starfa í veiðum og vinnslu á viðkomandi svæði, nýsköpunargildis, gæða og mögulegs árangurs verkefna auk fjölda starfa sem þeim er ætlað að skapa.

Byggðastofnun mun gera samninga við styrkþega um framvindu og árangursmat verkefnanna en styrkirnir verða greiddir út í tvennu lagi, á árunum 2008 og 2009.


Nánari upplýsingar veita Sigríður Elín Þórðardóttir og Sigríður Þorgrímsdóttir sérfræðingar á þróunarsviði Byggðastofnunar. Byggðastofnun sendir styrkþegum staðfestingarbréf, og í framhaldi af því mun stofnunin senda forsvarsmönnum viðkomandi verkefna samning til undirritunar.


Yfirlit yfir styrkt verkefni má sjá hér

www.sudur.is greindi frá 

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.