Draumurinn að opna hér veitingahús

24.Maí'08 | 15:23

Einar Björn Einsi kaldi

Fyrirtæki vikunnar að þessu sinni er veisluþjónusta sem Einar Björn Árnason byrjaði með nýverið og ber  hið skemmtilega nafn Einsi kaldi. Einar starfaði lengi vel hjá Grími kokk, en Einar hafði lengi langað til að starfa sjálfstætt og ákváðu þeir félagar í sameiningu að Einar skildi taka við veisluþjónustu Gríms. Blaðamaður leit við upp í Höll og tók kappann tali um reksturinn og framtíðina.

Nú tókst þú við veisluþjónustunni af Grími kokk, hvað varð til þess að þú fórst út í þetta?
Gríðarlegur áhugi á eldamennsku. Mig hefur lengi langað til að starfa sjálfstætt, enda búinn að vera nokkuð lengi í þessum geira. Ég settist því niður með Grími sem er minn meistari, og við ákváðum að ég skildi taka við veisluþjónustunni sem hann hefur rekið síðan hann byrjaði í þessu.

Hvar er reksturinn til húsa?
Í Höllinni og eldhúsinu heima

Hvað eru margir starfsmenn að vinna hjá þér?
Ég er einn fastráðinn en svo hef ég 15 manns til taks, allt eftir stærð veislu.

Þarf ekki gott starfsfólk svo að svona þjónusta gangi?
Jú, enda er ég með það besta sem Eyjarnar hafa upp á að bjóða

Er grundvöllur fyrir svona þjónustu í Vestmannaeyjum?
Engin spurning, það er alltaf nóg að gera. Nú þegar maður er kominn alfarið í þetta þá hefur maður tíma til að sinna þessu alfarið.

Tekurðu að þér allar gerðir af veislum?
Já, stórar sem smáar.

Eru einhver vannýtt tækifæri hér sem þú ætlar þér að sækja á í framtíðinni?
Það hefur alltaf verið draumur að opna hér veitingahús.

Eitthvað að lokum?
Ég vil bara hvetja Eyjamenn til að prófa eitthvað nýtt, ég tek að mér allar gerðir af veislum. Smáréttir og snittur hafa verið að slá í gegn þessa dagana. Fólk getur einnig komið sínum hugmyndum á framfæri við mig og við vinnum saman út úr því.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.