Segja ráðgjafa ráðleggja ráðherra að hafna tilboði Eyjamanna

22.Maí'08 | 19:04

Bakkafjöruferja

Bæjarráð Vestmannaeyja skoraði í dag á samgönguráðherra og ríkisstjórn Íslands að gæta hagsmuna Vestmannaeyinga í ákvörðunum er tengjast samgöngum við Vestmannaeyjar. Segist bæjarráð óttast að nú sé í uppsiglingu ákvörðun sem gangi þvert gegn hagsmunum Vestmannaeyjabæjar, fari samgönguráðherra að tillögum ráðgjafa þess efnis að hafna tilboði heimamanna í smíði og rekstur nýrrar ferju.
Nýtt tilboð, sem Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin í Eyjum hafa lagt fram í smíði og rekstur ferju, rennur út á hádegi á morgun en gert er ráð fyrir að fjallað verði um málið á ríkisstjórnarfundi á morgun.

Í ályktun bæjarráðs, sem hélt aukafund í dag, eru samgönguráðherra og ríkisstjórn hvött til að varast vítin hvað varðar kostnaðarmat ráðgjafa um smíði og endurgerð ferja.

„Vestmannaeyjabær hefur nú í hálft ár, með velviljuðum aðilum innanbæjar og utan, unnið hörðum höndum að þátttöku í útboði á rekstri og eignarhaldi á nýjum Herjólfi sem ganga á í Landeyjahöfn. Við vinnu þessa hefur hvergi verið til sparað og höfuðáhersla verið lögð á öryggi og þjónustustig í þessum samgöngum. Leitað hefur verið til færustu sérfræðinga innan lands sem utan bæði við hönnun skipsins sem og við fjármögnun verkefnisins. Þessi vinna hefur leitt til þess að skilað hefur verið inn tveimur aðaltilboðum og sex varatilboðum. Snemma í ferlinu varð þó ljóst að ákveðnir embættismenn og pólitískir fulltrúar höfðu aðrar hugmyndir um stærð væntanlegrar ferju og þjónustustig um borð í henni en heimamenn. Það auk erfiðrar stöðu á fjármagnsmarkaði gerði tilboðin hærri en kostnaðaráætlun ríkisins," segir í ályktuninni.

Þá segir, að fari samgönguráðherra að tillögum ráðgjafa þess efnis að hafna tilboði heimamanna sé hætt við að ferjan verði minnkuð, dregið verði úr fyrirhugaðri þjónustu og reksturinn svo boðinn út miðað við lakari forsendur. Þá sé einnig ástæða til að óttast að þetta komi til með að fresta samgöngubótum.

„Bæjarráð Vestmannaeyja telur að Vestmannaeyingar búi yfir viðtækustu reynslu af rekstri og notkun ferja á Íslandi og fullyrðir að ekki er hægt að bjóða upp á betri kost en gert er með tilboði heimamanna fyrir lægri fjárhæðir en gert er með tilboðinu. Því hvetur bæjarráð samgönguráðherra til að varast vítin þegar kemur að vinnu við endurgerðir og smíði á ferjum," segir síðan.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.