Tilboði Eyjamanna ekki svarað enn

20.Maí'08 | 12:48

Bakkafjöruferja

Nýju tilboði, sem Vinnslustöðin og Vestmannaeyjabær sendu samgönguráðuneytinu á föstudag um rekstur og smíði Bakkafjöruferju, hefur ekki verið svarað en tilboðið gilti fram til hádegis í dag. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, segist að vonum óánægður með að ekkert hafi heyrst í ríkinu en segist reikna með að lögmætar ástæður séu fyrir því.

Upphaflegt tilboð Eyjamanna í ferjuna hljóðaði upp á 16,5 milljarða króna en nýja tilboðið var upp á 14,5 milljarða að sögn Elliða. Miðað er við sama skip og í fyrra tilboðinu en ýmis annar kostnaður hefur verið lækkaður eftir viðræður við ríkið. Þá er gert ráð fyrir því, að breytingar gætu orðið á ferjunni og búnaði hennar eftir því sem viðræðum vindur fram.

Elliði sagði, að hann ætti von á að heyra í fulltrúum samgönguráðuneytisins enda hafi þeir átt í góðum samningaviðræðum við þá. „Þetta er eitt mesta hagsmunamál Eyjamanna frá upphafi og ég veit að ríkið hefur skilning á því," sagði Elliði.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is