Stafræn smiðja verður sett upp í Eyjum í sumar

20.Maí'08 | 05:55

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ Íslands ætlar að setja upp stafræna smiðju, Fab Lab (Fabrication Laboratory), með tækjum og tólum í Vestmannaeyjum í sumar. Smiðjunni er ætlað að gefa frumkvöðlum, nemendum, almenningi og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og láta hugmyndir sínar verða að veruleika með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Rósa Signý Gísladóttir, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, segir að Fab Lab sé í raun samansafn tækja og tóla til að búa til nánast hvað sem er. Líkja megi þessu við hráa frumgerðarsmíði en þó sé Fab Lab öflugra og notendavænna. Möguleikarnir séu margir og vonast sé til að nýsköpun eflist á þeim svæðum þar sem smiðjurnar verði settar upp, auk þess sem þær stuðli að auknum áhuga á tæknimenntun og efli tæknilæsi í þeirri von að upp úr spretti viðskiptahugmyndir og atvinnutækifæri. Í fyrsta lagi sé horft til þess að auka og efla áhuga barna og unglinga á tæknimenntun. Virkja þannig nýsköpunarkraftinn í unga fólkinu og efna til samstarfs við skólana og aðra.

Í öðru lagi geti frumkvöðlar og einstaklingar fengið aðstoð við hönnun og framleiðslu. Ekki sé um fjöldaframleiðslu að ræða, heldur frekar framleiðslu sem fólk hafi til eigin nota eða þá frumgerðir.

Í þriðja lagi nýtist þetta fyrirtækjum og stofnunum í vöruþróunarferli.

Svona smiðjur eru t.d. víða í Bandaríkjunum, Ghana, Suður-Afríku, Kosta Ríka, sveitahéruðum Indlands og á Spáni. Ein smiðja með tækjum og tólum kostar um 70.000 dollara. Vegna smiðjunnar í Vestmannaeyjum hafa verið ráðnir tveir starfsmenn. Hugmyndin er að koma upp fleiri smiðjum víðs vegar um land en Rósa segir að hugmyndin hafi fengið mjög góðar viðtökur.

Morgunblaðið greindi frá

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).