Nýtt ferjutilboð Eyjamanna gildir til hádegis á morgun

19.Maí'08 | 11:48

Bakkafjöruferja

„Við gerðum tilboð á föstudaginn og það rennur út á hádegi á morgun," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, inntur eftir stöðunni í viðræðum ríkisins og Eyjamanna um smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju.

„Við funduðum með Ríkiskaupum, Siglingastofnun og fulltrúum samgönguráðuneytis og skiluðum tilboðinu inn. Við lítum svo á að þetta sé lokatilboð og annaðhvort verði samið á þeim nótum sem tilboðið gerir ráð fyrir eða ríkið verður að leita annarra leiða til þess að ferja sigli í Landeyjahöfn 1. júlí 2010," sagði Elliði enn fremur.

Nýja tilboðið hljóðar upp á 14,5 milljarða sem er að sögn Elliða lækkun um tvo milljarða frá fyrra tilboði. Sú lækkun hrekkur þó ekki til að koma tilboðinu inn fyrir mörk kostnaðaráætlunar ríkisins.

„Við höfum ákveðnar efasemdir um kostnaðaráætlun ríkisins. Það voru ákveðnar forsendur sem ekki stóðust í henni þegar við fórum að fara yfir hana. Ég veit ekki hvort það er enn verið að vinna eftir þeirri kostnaðaráætlun, hún er náttúrulega orðin tveggja mánaða gömul. Fjármagnskostnaður er mikill og það þarf að leggja út þrjá til fjóra milljarða í upphafi til að smíða skipið," sagði Elliði um kostnaðaráætlunina.

Hann tók það fram að þrátt fyrir lækkun tilboðsins væri ekki horft til þess að bjóða upp á smærra skip eða lakari þjónustu. Skorið væri niður í fjármagnskostnaði og tilboðið aðlagað kröfum ríkisins í nokkrum liðum.

Elliði væntir svars um hádegisbil á morgun.

www.visir.is greindi frá

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.