Höfum hvergi annarsstaðar viljað vera

15.Maí'08 | 15:15

Miðstöðin

Fyrirtæki vikunnar að þessu sinni er Miðstöðin ehf. sem er til húsa við Strandveg 30. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og er alltaf að bæta við sig vöruflokkum. Það var því viðeigandi að fyrsta nýjungin sem leit dagsins ljós eftir flutning í nýtt húsnæði var hljóðfærasala, því Eyjamenn eru jú tónelskir með eindæmum. Við hentum á þau nokkrum línum til að forvitnast aðeins um reksturinn.

Hver er saga fyrirtækisins og af hverju var farið af stað í upphafi?
Miðstöðin hefur frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki en núverandi eigendur þess eru hjónin Marinó Sigursteinsson og Marý Kolbeinsdóttir.

Sigurvin Marinó Jónsson, pípulagningameistari, afi Marinós sem nú rekur Miðstöðina, stofnaði fyrirtækið árið 1940 en rak það undir sínu nafni allt til 1950 þegar það fékk nafnið Miðstöðin.

Sigurvin Marinó hafði ekki hafði ekki full réttindi til starfsins en settist á skólabekk í Iðnskólanum í Vestmannaeyjum, 47 ára að aldri, ásamt Sigursteini syni sínum og luku báðir prófi þaðan.
Fyrstu árin var fyrirtækið til húsa að Faxastíg 25 og auk þess að þar var verkstæði fyrir pípulagnir, kom Marinó þar einnig upp baðhúsi með fjórum sturtum. Var sú þjónusta mikið notuð, ekki síst af vertíðarfólki.

Árið 1959 flutti fyrirtækið yfir götuna að Faxastíg26 í 100fermetra nýtt húsnæði. Þá var einnig aukið við vöruúrval og tekið að versla með hreinlætistæki og flísar. Þeir Sigurvin Marinó, Sigursteinn og eiginkona hans, Sigfríður, ráku fyrirtækið saman en Sigurvin Marinó lést árið 1962. Marinó, sonur Sigursteins hóf snemma að starfa hjá fyrirtækinu en hann útskrifaðist sem pípulagningamaður 1974.
Marinó og Marý kona hans tóku við rekstrinum 1991

Árið 1996 gjörbreyttist öll aðstaða þegar þau Marinó og Marý festu kaup á neðstu hæðinni í húsinu Vosbúð við Strandveg. Þar rak Helgi Benediktsson áður verslun en um nokkurn tíma hafði Olíufélagið Skeljungur verið þar til húsa. Þröngt hafði orðið um starfsemina á Faxastígnum og var mikill munur að komast í 350 fermetra húsnæði í hjarta miðbæjarins. Það var síðan þann 20.05 2005 sem Miðstöðin flutti í enn betra og stærra húsnæði að Strandvegi 30 þar sem hurðaverksmiðjan Ímex var áður til húsa. Nú er verslunin sjálf orðin 350 fermetra og lagerinn 850 fermetrar auk 800 fermetra geymslupláss á annarri hæð.
Umsvif Miðstöðvarinnar hafa aukist mikið í kjölfar þessara flutninga. Í dag sér Miðstöðin um nær 70% af öllum pípulögnum í Vestmannaeyjum. auk þess að vera leiðandi í sölu á flísum og hreinlætistækjum.


Af hverju Vestmannaeyjar?
Hér hafa þeir aðilar sem rekið hafa fyrirtækið hvergi annars staðar viljað vera enda nóg að gera í þessum bransa.


Starfsmannafjöldi fyrirtækisins í dag?
10


Nú haldið þið úti heimasíðu á slóðinni http://www.midstodin.is, hver er hugsunin á bak við hana? Eruð þið að sækja á ný mið?
Hugsunin er að geta auglýst tilboðsvörur á okkar eigin síðu, kynna fyrirtækið og þær vörur sem við erum að bjóða uppá. Einnig að vera sýnilegri á vefnum.


Með flutningnum í nýtt húsnæði bættuð þið við ykkur ýmis konar vörum, þar á meðal hljóðfærum. Hvernig hafa viðtökurnar verið í þeim vöruflokkum?
Mjög góðar viðtökur og m.v. tónlistahefðina hér í Vestmannaeyjum var greinileg þörf fyrir hljóðfærin.

Hver var aðdragandi þessa flutnings? Var þetta búið að vera lengi á áætluninni?
Ekki er hægt að segja að það hafi verið á áætluninni að stækka við sig en fyrra húsnæðið var að verða of lítið og þegar núverandi húsnæði bauðst var stokkið á það og það tekið í gegn eins og við vildum hafa það. Með mikilli vinnu tókst það á ótrúlega skömmum tíma.

Hvernig er með framhaldið? Einhverjar breytingar/nýjungar á næstunni?
Við erum alltaf að skoða hvað vantar sem við getum bætt við okkur til að þjónusta bæjarbúa betur, en það eru engar stórvægilegar nýjungar á döfinni á næstunni.

Hvar liggja ykkar helstu sóknarfæri í svona rekstri?
Helsta sóknarfærið væru að bruna upp hægri kantinn, senda fyrir og skalla inn. Að öllu gamin slepptu þá liggja þau kannski í því að auka vöruúrval okkar en eins og áður hefur komið fram er það alltaf í skoðun hjá okkur.

Eitthvað að lokum?
Kíkið endilega við í Miðstöðina því það fæst meira hjá okkur en þig grunar.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.