Framtíðarsýn og stefna í safnamálum lögð fram

15.Maí'08 | 06:38

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í gær var haldinn blaðamannafundur í Landlist þar sem kynnt var framtíðarsýn og stefna Vestmannaeyjabæjar í safna- og menningarstarfi. Elliði Vignisson, bæjarstjóri var framsögumaður á fundinum ásamt Páleyju Borgþórsdóttur formanns Menninga- og tómstundaráðs og Kristínu Jóhannsdóttir menningarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar.

Á fundinum kom m.a. fram að Vestmannaeyjabær hyggst nýta næstu tvo ár til þess að byggja upp grunn undir þá miklu sókn sem að Vestmannaeyjabær sér fram á að geta nýtt sér í kjölfar byltingar í samgöngumálum milli lands og eyja. Markmið þessarar nýju stefnu Vestmannaeyjabæjar er að gera söguna og sérstæða náttúru Vestmannaeyja sýnilegri og aðgengilegri en nú er.
Vestmannaeyjabær mun leggja sérstaka áherslu á Heimaeyjargosið, Surtseyjargosið, Tyrkjaránið, útgerðarsögu Vestmannaeyja, nýtingu bjargfugls og hið sérstæða mannlíf og náttúruna í og við Vestmannaeyjar.

Eldheimar, Sagnaheimar og Sæheimar
Byggðar verða upp þrjár megin stoðir í safna og menningarstarfsemi Vestmannaeyja og munu þessar þrjár stoðir heita Eldheimar, Sagnaheimar og Sæheimar.

Eldheimar munu innihalda umgjörð og sýningar tengdum Heimaeyjargosinu og Surtseyjargosinu og einnig verður áframhald á vinnu við Pompei Norðursins. Vestmannaeyjabær hefur hug á því að bjóða Umhverfisráðaneytinu til samstarfs um bygging á sýningarsölum neðanjarðar sunnan við uppgröft Pompai Norðursins en hætt hefur verið við að byggja yfir þá minjar sem nú þegar hafa verið grafnar upp. Í þessum niðurgröfnu sýningarsölum myndu í framtíðinni verða m.a. Surtseyjarsýning sú sem er í Þjóðmenningarhúsinu,

Sagnaheimar mun innihalda umgjörð og sýningar sem tengjast sögu Vestmannaeyjabæjar og menningu bæjarins. Núverandi safnahús sem hefur þjónað hlutverki sínu vel síðustu áratugi mun taka stakka skiptum á næstu misserum. Húsið verður klætt að utan og stefnt er því að byggja við núverandi Safnahús til vesturs. Í fyrirhugaðri viðbyggingu er gert ráð fyrir rými fyrir smærri listviðburði, málverkasýningar og margt fleira sem auk þess sem salurinn gæti nýst sem fundarsalur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

Bókasafnið verður aðlagað breytingum á húsinu ásamt þeim söfnum sem eru í dag í Safnahúsinu. Sagnaheimur mun innihalda sýningar um Tyrkjaránið, útgerðarsögu Vestmannaeyja og sýningar og sögu og menningu Vestmannaeyjabæjar.

Sæheimar munu í framtíðinni tengja umgjörð sýninga er tengjast náttúru Vestmannaeyjabæjar. Frá opnun Náttúrugripasafnsins hefur Vestmannaeyjabær haft forustu hvað varðar fiskasöfn og er stefnt að því að bæta um betur. Fyrirhugað er að Náttúrugripasafnið fái nýja aðstöðu og safninu komið fyrir í nýju húsnæði og er þá helst horft til staðsetningar á hafnarsvæðinu.
Hugmyndir eru uppi um að gera safnið gagnvirkar t.d með nálægð við lifandi dýr, nýtingu margmiðlunarefnis og sérstakt barnahorn yrði á staðnum til að auka við þekkingu barna.

Horft er til þess að sameina safnið og aðstöðu nýstofnað Þekkingarseturs á einn stað til að ná fram hagræðingu í samnýtingu búnaðar til rannsókna.

Greinilegt er að Vestmannaeyjabær hefur lagt mikla vinnu í þessa áætlun og er áætlað að fyrstu áföngum verðum lokið á næsta ári en sterk mynd verði komin á heildarframkvæmdir árið 2010.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).