Kraumandi ólga innan HSÍ

14.Maí'08 | 16:54

Hlynur Sigmarsson

Orðið á götunni er að Hlynur Sigmarsson njóti mun meiri stuðnings í framboði sínu til formanns HSÍ en menn höfðu fyrirfram búist við en það er frekar til marks um hve óánægjan innan handboltahreyfingarinnar er mikil fremur en það að Hlynur þyki það mikla foringjaefni sem beðið hefur verið eftir.

Hann býður sig fram til formanns í HSÍ á móti Guðmundi Ingvarssyni, sem verið hefur formaður á hnignunarskeiði íslenska handboltans undanfarin ár. Orðið á götunni er að enn sé verið að leita að þriðja manninum til þess að stinga sér í formannsslaginn.

Orðið á götunni er að Hafnarfjarðarfélögin og einnig Fram og KR og Grótta muni beita sér fyrir kjöri Hlyns, - ef ekki finnst betri frambjóðandi. Þannig ætla þau sér að koma á framfæri óánægju með stöðu handboltans og starfshætti núverandi forystu og starfsmanna HSÍ.

Vestmanneyingurinn Hlynur Sigmarsson er þekktastur undanfarið fyrir að vera maðurinn á bakvið síðuna handbolti.is þar sem handboltastúlkur hafa verið spurðar nærgöngulla spurninga í einkennilegum viðtölum. Hlynur tók líka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar en það var engin frægðarför. Það að alvörufélög ætli sér að kjósa hann til formanns sýnir þá forystykreppu sem íslenski handboltinn er kominn í.

Handboltafólk er mjög ósátt við stöðu sína um þessar mundir eins og kom glögglega fram í deilum þegar keppnistímabilinu var að ljúka í vor. Þá datt botninn úr keppnistímabili handknattleiksfólks á sama tíma og keppnistímabil körfuknattleiksmanna og kvenna náði hámarki með glæsilegri úrslitakeppni sem vakti mikla athygli. Kynningarstarf handknattleikshreyfingarinnar þykir í molum, og landsliðið þykir taka til sín of mikla orku og peninga, sem gæti nýst í uppbyggingu íþróttarinnar um land allt. Sérstaklega er óánægjan mikil með starfshætti skrifstofu HSÍ, sem þykir máttlítil með eindæmum.

Orðið á götunni má lesa hér

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.