Snjógæs á ferðalagi

11.Maí'08 | 16:08
Í gærmorgun urðu íbúar í nágrenni við lóðina Vestmannabraut 61, þar sem áður stóð húsið Birtingarholt,varir við að snjógæs hafði hreiðrað um sig á lóðinni.

Var snjógæsin hin rólegasta og á endanum náði Vilhjálmur Vilhjálmsson á Burstafelli taki á gæsina og sótti svo Valgeir í Ofanleiti gæsina og tók í fóstur.  Um tíma sat köttur og fylgdist með fuglinum en gæsin var ekki mikið að æsa sig yfir eftirliti kattarins.

Myndir af snjógæsinni má sjá hér

Uppfært:
Eftir miklar vangaveltur milli manna um það hvort fuglinn væri gæs eða önd var það úrskúrðað af sérfræðingi að um snjógæs sé að ræða.

Upplýsingar um snjógæs má lesa hér

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.