KFS fær tvo Bandaríkjamenn

11.Maí'08 | 09:40

KFS

3.deildarlið KFS frá Vestmannaeyjum hefur fengið tvo Bandaríkjamenn til liðs við sig. Um er að ræða Michael Brown og Shawn Dixon en þeir hafa leikið í háskóla í Atlanta í vetur.
Í fyrra komu leikmennirnir til Reynis Sandgerði en þeir skiptu snemma sumars um félög, Brown fór til GG en Dixon gekk til liðs við Leikni Fáskrúðsfirði. Brown er 25 ára sóknartengiliður en Dixon er 23 ára framherji.

KFS hefur verið að styrkja sig að undanförnu og liðið hefur alls fengið nítján nýja leikmenn á þessu ári. Auk Bandaríkjamannanna fékk liðið í vikunni Magnús Stefánsson til liðs við sig en hann leikur handbolta með KA og er um það bil tveir metrar á hæð.

Þá er KFS einnig að fá tyrkneskan leikmann en þetta staðfesti Hjalti Kristjánsson þjálfari liðsins við Fótbolta.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.