Frábær mæting á viðburði

11.Maí'08 | 19:51

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í gær var fjölskylduhátíð Vestmannaeyja sett í íþróttamiðstöðinni og í kjölfarið fór heljarinnar helgardagskrá í gang. Fjölskylduhelginni lýkur á morgun- með grilli og söng á Stakkó- þar sem Haraldur Ari, stjarnan úr Hárinu stjórnar spilinu.

Frábær mæting hefur verið á alla þá viðburði sem boðið hefur verið upp á og greinilegt að fjölskyldur kunna að meta það sem boðið er upp á. Um 300 manns mættu í tuðruferðir í gær sem voru í umsjón aðstandanda Krafts í kringum Ísland, troðfullt var hjá Taflfélaginu, í púttsal eldri borgara og í skátastykkinu og amk. vel á annað hundrað nutu veðurblíðunnar í sundlauginni.

Kuldi og rok í dag hefur ekki sett strik í reikninginn í dag. Landakirkja tók á móti gestum í fjölskyldumessu í morgun og um 50 manns mættu í fjölskyldugöngu í umsjón Óla Lár. Stanslaus straumur var á náttúrugripasafnið og var víða biðröð við fiskabúrin. Var auk þess stanslaus straumur í sigið og sprönguna og vel á annað hundrað manns prufuðu klifurvegginn hjá Björgunarfélaginu.

Á morgun verður ganga með Kristjáni Egilssyni, opið hús hjá Taflfélaginu og Golfklúbbnum og frítt á Byggðasafnið. Helginni verður síðan lokað annað kvöld, með grilli og fjöri niður á Stakkó. Hefst grillið milli 18 og 19 og stendur til 21.00.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).