Frábær mæting á viðburði

11.Maí'08 | 19:51

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í gær var fjölskylduhátíð Vestmannaeyja sett í íþróttamiðstöðinni og í kjölfarið fór heljarinnar helgardagskrá í gang. Fjölskylduhelginni lýkur á morgun- með grilli og söng á Stakkó- þar sem Haraldur Ari, stjarnan úr Hárinu stjórnar spilinu.

Frábær mæting hefur verið á alla þá viðburði sem boðið hefur verið upp á og greinilegt að fjölskyldur kunna að meta það sem boðið er upp á. Um 300 manns mættu í tuðruferðir í gær sem voru í umsjón aðstandanda Krafts í kringum Ísland, troðfullt var hjá Taflfélaginu, í púttsal eldri borgara og í skátastykkinu og amk. vel á annað hundrað nutu veðurblíðunnar í sundlauginni.

Kuldi og rok í dag hefur ekki sett strik í reikninginn í dag. Landakirkja tók á móti gestum í fjölskyldumessu í morgun og um 50 manns mættu í fjölskyldugöngu í umsjón Óla Lár. Stanslaus straumur var á náttúrugripasafnið og var víða biðröð við fiskabúrin. Var auk þess stanslaus straumur í sigið og sprönguna og vel á annað hundrað manns prufuðu klifurvegginn hjá Björgunarfélaginu.

Á morgun verður ganga með Kristjáni Egilssyni, opið hús hjá Taflfélaginu og Golfklúbbnum og frítt á Byggðasafnið. Helginni verður síðan lokað annað kvöld, með grilli og fjöri niður á Stakkó. Hefst grillið milli 18 og 19 og stendur til 21.00.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.