Upphitunarkvöld knattspyrnudeildar ÍBV

10.Maí'08 | 06:00

anton arnór ÍBV

Í gærkvöldi var haldið upphitunarkvöld knattspyrnudeildar ÍBV í Týsheimilinu, en tilgangurinn með því er að efla samstöðu og auka jákvæðni hjá stuðningsmönnum liðsins. Bryddað var upp á þessa nýjung í fyrra og þótti takast það vel til að ákveðið hefur verið að gera þetta að hefð.

Kvöldið hófst á kynningu stuðningsmannaklúbbsins, en með orðið fór Guðný Óskarsdóttir, formaður stuðningsmannaklúbbs ÍBV. Því næst tók til orðs Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS og ræddi hann meðal annars um gott samstarf sem lið hans hefur átt við ÍBV, en félögin hafa gert með sér samning um félagaskipti leikmanna milli KFS og ÍBV. Tók hann einnig fram að tilgangur KFS sé að upphefja knattspyrnuna í Eyjum, og að þeir séu ekki í samkeppni við ÍBV eins og svo margir halda.

Jón Ólafur Daníelsson kynnti svo til leiks meistaraflokk kvenna, sem ákveðið hefur verið að byrja aftur með, en þar á bæ hafa menn fengið til liðs við ÍBV þrjár efnilegar brasilískar stelpur. Annars verður liðið að mestu leiti byggt upp á eyjastelpur úr yngri flokkunum auk þess sem nokkrir reynslumeiri leikmenn ætla að taka fram skóna á ný.

Síðast en ekki síst tók Heimir Hallgrímsson til máls, gerði upp tímabilið í fyrra hjá meistaraflokki karla og kynnti liðið í sumar. Heimir ítrekaði hversu langt Vestmannaeyjar eru komnar á eftir liðum til dæmis í Reykjavík hvað varðar æfingaaðstöðu yfir vetrartímann og fagnaði þeim áætlunum Vestmannaeyjabæjar að reisa ætti knattspyrnuhús, þótt það yrði ekki í fullri stærð. Hann svaraði einnig spurningum sem brunnu á vörum stuðningsmanna varðandi liðið og framtíðaráætlanir hans með það.

Því næst voru sýndar upptökur af gömlum leikjum á meðan stuðningsmenn jafnt sem leikmenn ÍBV gæddu sér á ljúffengum Topppizzum, eðal Gríms fiskibollum & bakkelsi frá Arnóri Bakara. Hélt svo gleðskapurinn áfram langt fram eftir kvöldi og er nokkuð ljóst að þessi viðburður er kominn til að vera.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is