Tvisturinn í Vestmannaeyjum fagnar 20 ára afmæli um helgina

9.Maí'08 | 09:06

Tvisturinn

Ég ætla að fá eina pulsu með öllu og kók í gleri og fá svo bland í poka fyrir afganginn. Þessa setningu hefur Biggi í Tvistinum oft heyrt síðustu árin en um helgina fagnar Tvisturinn 20 ára starfsafmæli.

Birgir Sveinsson, hefur verið staðarhaldari í Tvistinum frá upphafi. „Þetta hefur gengið vel í gegnum árin, en maður verður að vera tilbúin í slaginn enda baráttan hörð." Margt hafi breyst á þessum tuttugu árum, þegar hugsað sé til baka og þá sérstaklega á veturna.  Fyrir 20 árum var talsvert um aðkomufólk til Eyja til að vinna á vetrarvertíð og þá var oft mikið að gera. Síðustu ár hefur fólki fækkað mikið og lítið um vertíðarlíf upp á gamla mátann.

Í dag er sumarið annasamasti tíminn að sögn Birgis og þegar landinn leggst í ferðalög eykst að sama skapi straumur ferðamanna út í Eyjar. „Sumarvertíðin byrjar núna um hvítasunnuhelgina og síðan kemur hvert mannamótið á fætur öðru eins og sjómannadagurinn, Pæjumótið, Shell mótið, Goslokahátíð og svo auðvitað Þjóðhátíðin sem allir landsmenn kannast við," segir þessi glaðlyndi reynslubolti og þakkar löngum starfsaldri góðu samstarfsfólki í gegnum árin og góðum viðskiptavinum er koma til hans ár eftir ár.

Núna um helgina 9. - 11. maí, fagnar Tvisturinn 20 ára starfsafmæli og af því tilefni verða ýmsar girnilegar freistingar í boði alla helgina, eins og Emmess ís í brauðformi á 50 krónur og pylsa og gos á 199 krónur. Enn fremur verður veittur sérstakur 20 króna hátíðarafsláttur af þjónustuverði bensíns föstudaginn 9. maí.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.