Þetta er óþægileg staða en ekki óviðráðanleg

9.Maí'08 | 05:14

Bakkafjöruferja

Síðustu daga hafa farið fram viðræður milli Siglingamálastofnunar og Eyjamanna sem sóttu um að reka og smíða nýja ferju sem sigla á milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja.

Tilboð sem að óstofnað félag Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar skilaði inn var sex milljörðum yfir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á tíu milljarða. Siglingastofnun hefur nú hafnað því tilboði en farið fram á að tilboðið verði endurskoðað.

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um málið á forsíðu og segir Sigurður Áss Grétarsson m.a. „Eyjamönnum hefur verið gefinn frestur fram í miðjan mái til að skila inn endurskoðuðu tilboði. Þetta er óþægileg staða en ekki óviðráðanleg." Sigurður segir einnig í viðtalið við Fréttablaði að náist ekki samningar milli Siglingastofnunar og Eyjamanna þá verði Siglingastofnun að bjóða út smíði ferjunnar til að tryggja að hún verði tilbúinn árið 2010 en reksturinn yrði þá boðinn út sér.

Í fréttinni segir Elliði Vignisson m.a. „Það er þó nokkuð sem ber i milli en það lítur ágætlega út fyrir að við náum saman á nýjum forsendum."  Einnig segir Elliði „Lykilatriði fyrir okkur er að það hillir undir að samgöngu Vestmannaeyja verði stórauknar. Fyrir mig skiptir ekki öllu máli hver sjái um framkvæmdina. Það skiptir máli að traustur aðili annist verkið.

Fréttablaðið fjallar um málið á forsíðu í dag.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.