Í tilefni af 90 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja ætlar félagið að bjóða bæjarbúum að taka þátt í gönguralli félagsins

7.Maí'08 | 16:43

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Halda á göngurallið laugardaginn 10 maí. Ræsing kl. 11:00, mæting tímalega.
Keppt verður á tveimur leiðum.
Leið 1 (stóra leiðin): Gengið er frá húsi félagsins á Blátind, Klif, Skans, Eldfell, Helgafell, Sæfjall og svo aftur í hús félagsins.

Leið 2 (litla leiðin): Gengið er frá húsi félagsins á Skans, Eldfell, Helgafell, Sæfjall og svo aftur í hús félagsins. 

Á stóru leiðinni eiga þátttakendur að vera með bakpoka sem innihalda 10 Kg., en á minni leiðinni er það frjálst val.
Á öllum stöðum er svokallaður póstur þar sem fólk á að segja til nafns.

Að loknu ralli verður boðið uppá smá hressingu og fá allir afhent skjal með tímanum sínum og nafni.

Skráning fer fram í lundi1@simnet.is 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.