Í tilefni af 90 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja ætlar félagið að bjóða bæjarbúum að taka þátt í gönguralli félagsins

7.Maí'08 | 16:43

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Halda á göngurallið laugardaginn 10 maí. Ræsing kl. 11:00, mæting tímalega.
Keppt verður á tveimur leiðum.
Leið 1 (stóra leiðin): Gengið er frá húsi félagsins á Blátind, Klif, Skans, Eldfell, Helgafell, Sæfjall og svo aftur í hús félagsins.

Leið 2 (litla leiðin): Gengið er frá húsi félagsins á Skans, Eldfell, Helgafell, Sæfjall og svo aftur í hús félagsins. 

Á stóru leiðinni eiga þátttakendur að vera með bakpoka sem innihalda 10 Kg., en á minni leiðinni er það frjálst val.
Á öllum stöðum er svokallaður póstur þar sem fólk á að segja til nafns.

Að loknu ralli verður boðið uppá smá hressingu og fá allir afhent skjal með tímanum sínum og nafni.

Skráning fer fram í lundi1@simnet.is 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is