Annasamir dagar

7.Maí'08 | 05:57

Georg Arnarson

Það er mikið búið að gerast og enn meira framundan. Fór á sjó miðvikudag, fimmtudag og föstudag, fiskaði einhver 4 tonn, mest stórþorskur og veðurspáin segir að það verði sjóveður á morgun og hugsanlega á fimmtudag, svo ég náði næstum því að beita upp með því að beita alla helgina, en samt ekki alveg.

Um næstu helgi er ég búinn að lofa mér í sjóstöngina og heyrist mér talsvert  vera komið af þátttakendum, en veðurútlit mætti alveg vera betra.

Ég hef ekkert frétt af fundi bæjaráðsmanna og samgönguráðuneytis frá því í gær, en það vakti athygli mína að í Vaktinni s.l. föstudag er viðtal við bæjarstjórann okkar, þar sem ég gat ekki betur lesið en að hann væri að lýsa yfir áhyggjum af því, að hugsanlega væri komin upp sú staða að vegna kreppunnar í fjármálageiranum, yrði Bakkafjöruhöfn hugsanlega frestað um einhvern tíma og jafnvel um einhver ár. Þetta vakti athygli mína vegna þess, að þegar ég var búinn að landa á föstudaginn kom til mín maður og sagði mér þær fréttir, að sennilega væri búin að fresta Bakkafjöru um 2-3 ár. Ég sagðist nú ekki vera tilbúinn að trúa þessu svona, en velti þessu samt upp vegna viðtalsins við bæjarstjórann, enda hefur það sýnt sig að stundum er gott að velta upp spurningum, sem að kannski er ekki alveg fótur fyrir til þess að fá greinargóð svör við mikilvægum spurningum, eins og t.d. spurningunni sem ég velti upp fyrir viku síðan um það, hvort að möguleiki væri fyrir því að mengun vegna grjótnáms gæti orðið í nágrenni við vatnslyndir eyjamanna og langar mig að nota þetta tækifæri og þakka Ívari Atlasyni hjá Hitaveitu Suðurnesja fyrir góð svör.

Annað sem vakti athygli mína í viðtali við bæjarstjórann, er að hann segir m.a. að ósamstaða heimamanna sé ekki til þess fallinn að hjálpa okkar málstað. Þarna kemur bæjarstjórinn að mínu mati svolítið aftan af sjálfum sér, því eins og bæði hann og allir aðrir vita, sem hafa fylgst með skrifum mínum og annarra, um Bakkafjöru, þá hafa bæði ég og margir aðrir marg sinnis skorað á bæjarstjórann (m.a. skrifaði ég þetta inn á bloggsíðu bæjarstjórans) að efna til kosninga um þessa tvo valmöguleika í samgöngumálum okkar sem eftir eru, þ.e.a.s. nýjan hraðskreiðari Herjólf eða Bakkafjöru. Þessu hefur bæjarstjórinn aldrei séð ástæðu til að svara. Ég hinsvegar, hef marg lýst því yfir, að ef efnt hefði verið til kosninga og 50,01% eyjamanna eða meirihluti sagt já við Bakkafjöru, þá hefði ég einfaldlega unað þeirri niðurstöðu sáttur, svo ég held því fram að samstaða eyjamanna sé með ágætum, en samtaða eyjamanna og bæjarstjórnarinnar mætti kannski vera betri.

Meira seinna.

http://georg.blog.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.