Tauranga - ógleymanlegur afmælisdagur

5.Maí'08 | 05:40

Karen Viktoría

Ætla bara byrja á því að þakka öllum fyrir góðar afmæliskveðjur, hef átt æðislegan afmælisdag hérna down under.

Komum til Tauranga á föstudagin upp úr hádegi og kom hún Margrét mín og host mamma hennar að sækja okkur á rútustöðina. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er Margrét frá Höfn og er hér sem skiptinemi í eitt ár. Fórum heim til familíunnar og fengum þetta fína herbergi alveg útaf fyrir okkur á neðri hæðinni, alveg frábært. Fórum svo og löbbuðum fjall hér sem heitir Mount Maunganui (einhvað svoleiðis) enda þvílík blíða og ekkert smá fallegt og gott útsýni þar yfir.

Eftir góða göngutúrinn vildi Margrét endilega leyfa okkur að smakka ekta Ný Sjálenskan ís sem kallast Hockey Pockey. Gerðum misheppnaða tilraun í ísbúðin þar sem það var búið að loka þannig að það var bara farið í búð og keypt líter af ís sem við fórum svo létt með. Fengum svo dýrindis kvöldmat, enda Anne host mamma Margrétar algjör fyrirmyndar kokkur. Í gær var svo stefnan að skella sér í fallhlífarstökk. En því miður leyfði veður það ekki vegna smá vindar, sem var mjög svekkjandi. En við gerðum gott úr því og fórum með vinum Margrétar úr skólanum á Jet ski. Veðrið var í raun og veru alveg yndislegt, en nú er haust hérna megin svo það er farið að kólna og þar á leiðandi var sjorinn alveg ííískaldur.

Fórum eina ferð 3 saman á Margrét var svo mikill snillingur að keyra því að við ultum út í sjó sem var frekar mikið kalt en samt bara partur af stuðinu.  Ölduhæðin var þó nokkur svo ég  fór með gaurnum sem átti Jet skiið í svo kallað Wave jump, sem er sem sagt hoppa öldurnar á Jetskiinu. Það var geggjað, ekkert smá gaman og ótrúlegt hvað maður hoppaði hátt án þess að detta út í sjóin.  Við náðum svo að plata Viktoríu í þetta líka með öðrum strák, maður verður nú að lifa lífinu fyrst við erum hér á annað borð :) Eftir þessa ævintýralegu jetski ferð vorum við nú alveg frosnar inn að beinum svo við fórum heim (erum farnar að kalla alla gististaði ?heima?) og í pottin og fengum svo heita graskerasúpu, ekkert smá notalegt. Seinni partinn, þegar ylurinn var loksins kominn í kroppinn, fór John og Anne með okkur á hálfgerðar Máraslóðir upp á fjall sem heitir Papamoa Hill.

Ekkert smá fallegt útsýni þar yfir og vorum við svo heppin að ná akkurat sólinni að setjast. Enn og aftur fengum við svo dýrindis kvöldmat og eftirrétt, það er sem sagt alltaf eftirréttur hjá þeim en öll fjölskyldan voða fit enda er svo mikil útivist hjá öllum hér í Nýja Sjálandi að þau geta bara hreinlega leyft sér þetta. Um kvöldið var svo voðalega kósí, sátum úti með Anne, 2 systrum Margrétar og 3 vinum hennar. Grilluðum sykurpúða í arininum og fórum í fyndna leiki. Loksins loksins rann svo upp afmælisdagurinn minn í morgun jeijei. Fyrsta sem ég sá í morgun þegar ég vaknaði var kort frá Viktoríu sem stóð agalega sætt í og svo sagðist hún ætla gefa mér gjöf seinna, finnst hún samt ekki þurfa þess þar sem hún hefur gefið mér bestu gjöf í heimi hingað til ? þessa ferð, hefði ekki verið eins án þín Viktoría mín :* Anne, John og stelpurnar gáfu mér svo bol með prentuðu hálsmeni á sem á að vernda mann eða einhvað svoleiðis, þetta er svona Mára dót (erfitt að útskýra).

Þau voru meirað segja það miklar dúllur að þau gáfu líka Viktoríu bol í afmælisgjöf því þau vissu að hún á lika afmæli bráðum. Hennar var aðeins öðruvísi en líka svona Mára. Svo var það aðal, ég, Viktoría, Margrét og Jess (elsta systirin) fórum í river rafting í á hérna rétt hjá. Stressið var svona nett í manni, skíta kuldi og rigning. En leið og við vorum komnar út í fór allavega kuldin og stressið gerði þetta bara skemmtilegra. Þetta var alveg geggjað og adrenalínið flæddi alveg um, mikið öskrað (enda 5 stelpur í bátnum af 6) en vitið menn við duttum aldrei út þótt við lentum einu sinni í því að báturinn fylltist af vatni og við flest allar fórum með hausinn alveg í kaf. En það var bara gaman.

Enduðum svo á því að hoppa út í og láta okkur fljóta með straumnum í ískaldri ánni, en það var líka bara gaman. Fengum svo að sjá myndirnar sem teknar voru og þær voru ekkert smá fyndnar, vonandi getum við sýnt ykkur þær seinna. Þegar heim var komið var skellt  sér í heitapottin og heita sturtu til að ná hitanum upp aftur. Afrakstur þessa tveggja ferða (jetski og riverrafting já og göngur) eru miklar harðsperrur, nokkrir marblettir og hálsbólga ! Margrét var svo algjör dúlla og gaf okkur Grænan stein sem finnst bara á suður eynni hér í Nýja Sjálandi, líka svona Mára dót.

Maður verður að fá hann sem gjöf og hann verndar mann líka eins og hálsmenið á bolnum mínum. Síðan var bara legið í leti það sem eftir var af deginum, enda mikil þreyta í öllum. Fékk svo dýrindis afmælismáltíð; Ný Sjálenskt lamb sem fékk mann til að minna mann dáldið á Ísland, Kiwi köku og auðvitað afmælisköku með 21 kerti á :) Ekkert smá frábær dagur, gæti ekki verið betri. Það er nú bara korter eftir af honum á Nýja Sjálandi en enn 12 tímar eftir heima á Íslandi svo ég ætla bara eiga afmæli í einn og hálfan dag :) Alveg yndisleg ferð hér í Nýja Sjálandi á þessu stutta stoppi okkar hér og með frábæru fólki. Margrétar fjölskylda ef þið lesið þetta; get alveg sagt ykkur að dóttir ykkar er í öruggum höndum hér hinu megin á hnettinum.

http://www.123.is/karenviktoria/

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).